Erlent

Ástralir sleppa meintum hryðjuverkamanni

Sprengja olli töluverðum skemmdum á flugvellinum í Glascow.
Sprengja olli töluverðum skemmdum á flugvellinum í Glascow. MYND/AFP

Indverskum lækni sem sakaður var um að vera einn höfuðpaura í bílsprengjutilraun í Bretlandi var í gær sleppt í Ástralíu eftir að yfirvöld þar í landi felldu niður málið vegna sönnunarskorts.

Maðurinn sem heitir Mohamad Haneef hefur verið í fangelsi í Ástralíu í einn mánuð. Hann var talinn hafa komið að bílsprengjutilrauninni ásamt þremur öðrum mönnum sem hafa verið ákærðir í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×