Innlent

Ók undir áhrifum kannabisefna

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði um þrjúleytið í nótt stúlku fyrir að aka undir áhrifum kannabisefna. Hún færð á lögreglustöð en sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Þá stöðvaði lögreglan í Borgarnesi tvo ökumenn dag fyrir hraðakstur. Annar þeirra var tekinn á 120 kílómetra hraða á Snæfellsvegi. Að sögn lögreglu er mikill umferðarþungi þessa stundina en hingað til hefur allt gengið áfallalaust fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×