Erlent

Bandaríska þingið boðar aukið eftirlit

Bandaríska þingið hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér aukin fjárframlög til þeirra borga sem talin eru í mestri hryðjuverkahættu og verður öryggiseftirlit eflt á öllum sviðum.

Aukið verður eftirlit á flugvöllum og öðrum samgöngumiðstöðum í Bandaríkjunum og með öllum vöru- og farangursflutningum milli ríkja á næstu þremur árum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því á næstu fimm árum að eftirlit verði stóraukið í gámum í öllum flutningaskipum sem koma frá erlendum höfnum. Demókratar settu frumvarpið á oddinn eftir að þeir tóku yfir bandaríska þingið á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×