Fleiri fréttir

Ósátt við framgöngu íslenskra stjórnvalda

Fjölskylda breskra hjóna sem létust í bílslysi á Íslandi í ágúst 2005 er afar ósátt við framgöngu íslenskra yfirvalda í málinu. Dánardómstjóri á Englandi hefur óskað eftir gögnum um af hverju mál gegn bílstjóra annars bíls í slysinu var fellt niður, en rannsókn sýndi að hjólbarðar hans voru ekki í lagi.

Fleiri hundruð konur í brúðarhlaupi í Boston

Fleiri hundruð konur hlupu hið svokallaða brúðarhlaup í Boston í Bandaríkjunum í gær þegar útsala á brúðakjólum hófst þar í borg. Ár hvert heldur Filene´s basement mikla útsölu á brúðarkjólum og kjólum fyrir brúðarmeyjar. Fleiri hundruð kvenna voru í biðröðinni í morgun, en þær fyrstu byrjuðu að bíða klukkan þrjú í nótt að staðartíma.

Aðeins þrjú bílastæði við Rétttrúnaðarkirkjuna

Í nýju deiliskipulagi fyrir Mýrargötusvæðið er gert ráð fyrir byggingu kirkju fyrir rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, en aðeins sett skilyrði um þrjú bílastæði við húsið. Íbúar á svæðinu hafa gert athugasemdir við þetta enda töluverður skortur á bílastæðum í hverfinu.

Lögregla kallar út mannskap á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hefur kallað menn úr sumarleyfum vegna aukins viðbúnaðar í kvöld og nótt, vegna skrílsláta í bænum í gærkvöldi. Sjö líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar á Akureyri síðast liðna nótt, en um helgina fara fram svokallaðir bíladagar á Akureyri.

Samvinnutryggingar lánuðu ekki til fjárfestinga einstaklinga

Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður Eignarhaldfélagsins Samvinnutrygginga, segir ekkert hæft í því að einstaklingar hafi haslað sér völl í íslensku atvinnulífi með lántökum frá félaginu. Félagið hafi ekki lánað fé til einstaklinga til fjárfestinga heldur fjárfest sjálft í hlutabréfum og lítilsháttar í fasteignaskuldabréfum.

Aldrei fleiri brautskráðir frá Háskóla Íslands

Aldrei hafa fleiri verið brautskráðir í einu frá Háskóla Íslands en á annað þúsund kandídatar útskrifuðust þaðan í dag. Kennaraháskólinn brauðskráði einnig 476 kandídata í dag en þessir skólar verða sameinaðir á næsta ári. Hafist verður handa við byggingu vísindagarða háskólans næsta haust.

Lýsa yfir stuðningi við Mahmoud Abbas

Hinn svokallaði kvartett, sem samanstendur af Evrópusambandinu, Rússlandi, Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum, hefur lýst yfir stuðningi við neyðarstjórn Palestínu og Mahmoud Abbas forseta landsins. Abbas ákvað í síðustu viku að slíta stjórn Palestínumanna undir forystu Hamas samtakanna.

Þúsundir kvenna tóku þátt í kvennahlaupinu

Hátt í 20 þúsund konur tóku þátt í hinu árvissa kvennahlaupi víða um land í dag. Það mátti horfa yfir mikið kven-mannhaf á Garðatorgi áður en gríðarlegur fjöldi kvenna lagði í hann skömmu upp úr hádegi í dag í ágætis veðri.

Lést af völdum fuglaflensunnar

Ríkissjónvarpið í Víetnam greindi frá því í dag að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í þar í landi í vikunni af völdum fuglaflensunnar. Er þetta fyrsta dauðsfallið í Víetnam vegna fuglaflensunnar síðan árið 2005. Ekki er vitað hvernig maðurinn sýktist af flensunni.

Nýtt kílógramm í smíðum

Vísindamenn í Ástralíu vinna nú hörðum höndum að því að móta nýjan alþjóðlegan staðal kílógramms. Mun hann leysa af hólmi platínustöng frá árinu 1889 sem varðveitt er í Frakklandi. Eins og títt er meðal málma tærist stöngin með tímanum og hefur því lést nokkuð.

Gagnrýna Landsvirkjun fyrir óeðlileg vinnubrögð

Landsvirkjun hefur augljóslega beitt sveitarstjórn Flóahrepps miklum þrýstingi til að ná fram markmiðum fyrirtækisins varðandi Urriðafossvirkjun að mati stjórnar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn flokksins sem gerir einnig alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Landsvirkjunar í málinu.

Þrír létu lífið í eldsvoða í Noregi

Þrír létu lífið þegar eldur kviknaði í sumarbústað við bæinn Ask um 40 kílómetra norðaustur af Osló í Noregi í nótt. Faðir og sonur náðu við illan leik að forða sér. Faðirinn brenndist hins vegar illa þegar hann fór aftur inn í brennandi bústaðinn til að reyna bjarga eiginkonu sinni, sex ára gamallri dóttur og ömmu barnanna.

Allt að 500 prósent fjölgun hitabylgja

Ef losun gróðurhúsalofttegunda fer fram sem horfir mun mannskæðum hitabylgjum, líkum þeim sem skullu á Miðjarðarhafslönd árið 2003, fjölga um 200 til 500 prósent á þessari öld. Mest mun hitna í Frakklandi.

Sungu íslenska helgisöngva fyrir Ítali

Húsfyllir var í kirkju heilags Mikaels og Gaetano í Flórens á Ítalíu í gær þegar stúlknakór Reykjavíkur söng íslenska og alþjóðlega helgisöngva. Var kórnum vel fagnað í lok tónleikanna.

Sarkozy með ólöglega innflytjendur í vinnu

Franska lögreglan rannsakar nú hvernig stendur á því að tveir ólöglegir innflytjendur fengu vinnu við að endurgera opinbert húsnæði Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Mennirnir voru handteknir í vikunni en þeir höfðu þá framvísað skírteinum með fölsuðu dvalarleyfi.

Yfir þúsund kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands

Alls voru 1.056 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri. Flestir útskrifuðust frá félagsvísindadeild og næst flestir frá viðskipta- og hagfræðideild. Þá voru 35 kandídatar brautskráðir í fyrsta skipti úr meistaranámi í verkefnastjórnun frá verkfræðideild.

Óveður veldur miklum skemmdum í Þýskalandi

Mikið óveður gekk yfir Þýskaland í nótt og olli það miklu tjóni á eignum. Víða flutu ár yfir bakka sína og hrifsaði vatnselgurinn með sér bíla og annað lauslegt. Yfirvöld í Berlín lýstu yfir neyðarástandi en þar flæddi vatn víða inn í kjallara húsa. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast í óveðrinu.

Amason toppar Níl

Brasilískir vísindamenn réðust á dögunum í nákvæmar mælingar á Amason fljótinu sem sýna að það er lengsta fljót í heimi. Níl hefur hingað til borið þann titil. Amason hefur hinsvegar verið alltaf verið talið vatnsmesta fljót í heimi.

Kæra 28 nafnlausa notendur spjallborðs

Tvær bandarískar konur hafa höfðað mál á hendur 28 notendum spjallborðs vegna ærumeiðinga og hótana um líkamsmeiðingar. Á spjallborðinu koma einstaklingar fram undir dulnefni og hafa konurnar krafist þess að fá allar þær upplýsingar frá umsjónarmönnum borðsins og netþjónustuaðilum sem gætu afhjúpað hina nafnlausu einstaklinga. Sérfræðingar telja fordæmisgildi málsins mikið og það muni hafa mikil áhrif á framtíð nafnlausra spjallborða á Netinu.

Fimm ára fannst í skógi eftir þrjá daga

Fimm ára gömul stúlka sem óttast var að hefði drukknað ásamt afa sínum í bátsferð í Illinois ríki í Bandaríkjunum kom björgunarsveitarmönnum á óvart þegar hún birtist í skógi skammt frá leitarstaðnum. Stúlkan var nakin og rispuð en ekki illa haldin að öðru leiti. Hún hafði nærst á mórberjum frá því á miðvikudag en óskaði eftir súkkulaðikexi þegar hún fannst.

Benedikt Erlingsson senuþjófurinn á Grímunni

Leiksýningin Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson var valin besta leiksýning ársins á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum, í gærkvöldi. Besta leikkona í aðalhlutverki var valin Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir hlutverk sitt í þeirri sýningu.

Átök hafin á Vesturbakkanum

Arabaþjóðir fordæma ástandið á Gaza og Vesturbakka Palestínu og hafa lýst yfir stuðningi við Mahmoud Abbas forseta landsins. Hundruðir byssumanna réðust inn í stofnanir á Vesturbakkanum þar sem átök hófust í dag. Upplýsingastjóri alþjóða Rauða Krossins segir Genfarsáttmálann hafa verið margbrotinn síðustu daga.

Þrjátíu milljarðar í nýja vasa

Rösklega fjörutíu þúsund aðilar munu skipta á milli sín um 30 milljörðum króna í haust þegar eignir Samvinnutrygginga verða færðar eigendum nýs hlutafélags sem rís á grunni gamla eignarhaldsfélagsins.

Norður Kóreumenn opna fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni

Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa boðið fulltrúum frá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni að koma aftur landsins eftir að opnað var á ný fyrir fjármuni í eigu ríkisstjórnarinnar í banka á Macau. Bandaríkjamenn frystu féð seint árið 2005 og hafa Norður-Kóresk stjórnvöld hingað til neitað að loka kjarnorkustöð sinni án þess að fá fyrst aðgang að fénu.

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðaróhapp

Tveir bílar rákust saman á Þjóðvegi 1 í Akrahreppi skammt norðan við bæinn Minni-Akrar laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Báðir bílarnir fóru útaf veginum og endaði annar þeirra á hvolfi. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en farþegi og ökumaður hins bílsins voru fluttir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki.

Mikill erill hjá lögreglunni á Akureyri

Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en þar fara nú fram bíladagar. Mikil fjöldi ferðamanna er í bænum og öll tjaldsvæði yfirfull. Lögregla hafði vart undan við að stöðva slagsmál og ólæti en ölæði gesta á svæðinu var mikið.

Kviknaði í blaðagámum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út tvisvar í nótt og í morgun eftir að eldur kviknaði í blaðagámi. Þá barst slökkviliðinu tilkynning um klukkan hálf sex í morgun að kviknað væri í íbúð á 8. hæð í blokk við Hátún.

Lögreglan í Borgarnesi stöðvar ellefu ökuþóra

Alls stöðvaði lögreglan í Borgarnesi ellefu ökumenn í nótt vegna hraðaksturs. Sá sem fór hraðast mældist á 139 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi við Gufuá þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Þá var einn tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Allir sem voru teknir voru á leið til Akureyrar.

Ölvun, slagsmál og læti á Akureyri í nótt

Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en þar fara nú fram bíladagar. Mikil fjöldi ferðamanna er í bænum og öll tjaldsvæði yfirfull. Lögregla hafði vart undan við að stöðva slagsmál og ólæti en ölæði gesta á svæðinu var mikið. Allar fangageymslur voru margsetnar vegna þessa og segir lögregla helgina fara af stað með svipuðum hætti og ef um verslunarmannahelgi væri að ræða.

Róbert og Herdís hlutu heiðursverðlaun Grímunnar

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti Herdísi Þorvaldsdóttur og Róberti Arnfinnssyni heiðursverðlaun Grímunnar í ár. Þau hafa verið í hópi ástsælustu leikara Íslendinga í 60 ár.

Dagur vonar er leikrit ársins

Leiksýningin Dagur vonar var valin besta leiksýning ársins á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum, í kvöld. Benedikt Erlingsson hlaut flest verðlaun, alls þrjú, í flokkunum, leikstjórn ársins, leikari ársins og leikritaskáld ársins fyrir verkið Mr. Skallagrimsson.

Handtekinn vegna hvarfs hjóna

Lögreglan á Fjóni í Danmörku handtók í dag tuttugu og fimm ára gamlan karlmann. Hann var eftirlýstur vegna hvarfs hjóna fyrir tveimur vikum síðan. Fólkið hvarf frá Ærø, skammt frá Fjóni.

Gríman hafin

Söngleikurinn Abbababb, eftir doktor Gunna, var valin besta barnasýningin á Grímunni, islensku leiklistarverðlaununum. Það voru Stefán Baldursson leikstjóri og Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona sem afhentu verðlaunin. Grímuverðlaunin hófust kl. 20, en alls verða afhent verðlaun í 16 flokkum.

Verkfall á flugvöllum í Belgíu

Öryggisverðir á flugvöllum í Charleroi og Liege í Belgíu hafa ákveðið að framlengja verkfall sem hófst í dag. Verkfallið hófst í morgun við Charleroi flugvöllinn og var öllu flugi til og frá vellinum aflýst.

Segir ástandið í Afganistan verra nú en í fyrra

Minnst sex börn týndu lífi í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest Atlantshafsbandlagsins í Afganistan í morgun. Upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins segir stríð geisa í landinu og ástandið verra nú en í fyrra.

Hættur landgræðslu og verður farþegaflugvél

Eftir 34 ár við uppgræðslu landsins er þristurinn Páll Sveinsson hættur landgræðsluflugi og verður breytt á ný í farþegaflugvél. Í dag fór vélin í fyrstu kolefnisjöfnuðu flugferðina á Íslandi.

Ökutæki gerð upptæk vegna ofsaaksturs

Þeir sem gerast sekir um ofsaakstur, ölvunarakstur eða vítaverðan akstur að öðru leyti eiga það á hættu að ökutæki þeirra verði gerð upptæk. Sýslumaðurinn á Selfossi hyggst láta reyna á þetta nýja ákvæði umferðarlaga gagnvart tveimur vélhjólamönnnum, sem lentu í slysi á Breiðholtsbraut í byrjun vikunnar, eftir ofsaakstur yfir Hellisheiði.

Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingar skipt upp

Ákveðið hefur verið að nýtt hlutafélag taki við öllum eignum og skuldum félagsins Eignarhaldsfélagsins Samvinnutryggingar í dag. Þessi ákvörðun var degin á fulltrúaráðsfundi félagsins í dag.

Urrriðafossvirkjun aftur inni hjá Flóahreppi

Sveitarstjórn Flóahrepps ákvað eftir fund með forstjóra Landsvirkjunar í dag að taka Urriðafossvirkjun aftur inn í aðalskipulagstillögu og kynna skipulagið bæði með og án virkjunar. Oddvitinn segir menn vilja heyra betur hvað Landsvirkjun hefur að bjóða.

Nær engar fréttir

Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins voru litlar sem engar í gær vegna verkfalls starfsmanna. Fjölmörgum fréttamönnum hefur verið sagt upp síðustu daga í sparnaðarskini. Enn þarf að skera niður vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfustöðva ríkisútvarpsins danska.

Ekki allir fangar fá dagleyfi

Mjög strangar reglur gilda um dagleyfi fanga og eru slík leyfi háð ýmsum skilyrðum. Ekki er sjálfgefið að fangar fái leyfið þrátt fyrir að þeir séu búnir að afplána þriðjung refsivistarinnar.

Biðu í sex daga eftir hjálp

Það tók velferðarsvið Reykjavíkurborgar sex daga að bregðast við hjálparbeiðni öldruðu hjónanna sem flutt voru á Landspítala á þriðjudag. Eiginkonan var rúmföst og illa haldin en eiginmaður hennar sem hefur annast hana bað nágrannakonu sína um að kalla á hjálp.

Sjómenn enn í haldi sjóræningja

5 danskir sjómenn sem sem sjóræningjar tóku höndum fyrir 12 dögum undan strönd Sómalíu eru enn í haldi ræningjanna og óvíst hvenær þeir fá frelsi. Sjómennirnir voru á ferð með flutningaskipinu Danica White þegar sjóræningarnir réðust um borð. Skipið liggur við akkeri utan við hafnarbæinn Hobyo.

Sjá næstu 50 fréttir