Erlent

Handtekinn vegna hvarfs hjóna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan í Danmörku rannsakar hvarf hjóna.
Lögreglan í Danmörku rannsakar hvarf hjóna.

Lögreglan á Fjóni í Danmörku handtók í dag tuttugu og fimm ára gamlan karlmann. Hann var eftirlýstur vegna hvarfs hjóna fyrir tveimur vikum síðan.

Fólkið hvarf frá Ærø, skammt frá Fjóni, en þar fannst vélbátur þeirra tómur. Maðurinn var handtekinn á snyrtingu á Langelandsfærgen í Rudköbing Havn.

„Maðurinn var samtalsþýður við lögreglu, en vildi gjarnan hafa lögmann sér til halds og trausts. Þeirri ósk urðum við auðvitað við," sagði Morten Aunsborg, lögreglumaður í Svendborg.

Danska lögreglan telur að of snemmt sé að segja til um hvort maðurinn verði ákærður vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×