Erlent

Þrír létu lífið í eldsvoða í Noregi

Frá miðborg Oslóar.
Frá miðborg Oslóar. MYND/365

Þrír létu lífið þegar eldur kviknaði í sumarbústað við bæinn Ask um 40 kílómetra norðaustur af Osló í Noregi í nótt. Faðir og sonur náðu við illan leik að forða sér. Faðirinn brenndist hins vegar illa þegar hann fór aftur inn í brennandi bústaðinn til að reyna bjarga eiginkonu sinni, sex ára gamallri dóttur og ömmu barnanna.

Ekki hefur enn náðst að bera kennsl á hina látnu og ekki liggur fyrir hvað olli eldsvoðanum. Faðirinn og sonurinn náðu að brjóta glugga og skríða út um hann. Eftir það reyndir faðirinn að fara aftur inn í brennandi bústaðinn til bjarga þeim sem þar voru inni en þurfti frá að hverfa vegna eldsins. Hann var fluttur á sjúkrahús með alvarleg brunasár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×