Erlent

Lýsa yfir stuðningi við Mahmoud Abbas

Hinn svokallaði kvartett, sem samanstendur af Evrópusambandinu, Rússlandi, Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum, hefur lýst yfir stuðningi við neyðarstjórn Palestínu og Mahmoud Abbas forseta landsins. Abbas ákvað í síðustu viku að slíta stjórn Palestínumanna undir forystu Hamas samtakanna.

Í yfirlýsingu sem Bandarísk stjórnvöld sendu frá sér í dag fyrir hönd „kvartettsins" er lýst yfir skilningi á þeirri ákvörðun Abbas að slíta stjórn Palestínumanna og hún sögð vera rétt miðað við forsendur. Áður höfðu arabaþjóðir einnig lýst yfir stuðningi við Abbas.

Um 150 manns hafa látist í átökunum á Gasa í síðustu viku og yfir sex hundruð manns hafa slasast. Fatah hreyfingu forsetans var bolað frá völdum og Hamasliðar lagt undir sig Gasa.

Kvartettinn íhugar nú að fella úr gildi bann við fjárhagsaðstoð til Palestínu en bannið hefur verið gildi síðan Hamas samtökin komust til valda í mars á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×