„Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. maí 2025 20:01 Eva Hauksdóttir, verjandi Sigurðar Almars. Vísir/Bjarni Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. Lögreglan fékk tilkynningu um mann með skotvopn á hverfisgötunni í gærmorgun og var sérsveitin kölluð út í kjölfarið. Einn var handtekinn á vettvangi en sá heitir Sigurður Almar og var til umfjöllunar í Kompási árið 2023. Þá afplánaði hann fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Hann hefur endurtekið komið við sögu hjá lögreglu og glímir við þroskaskerðingu. Við afplánun fyrri dóma hefur hann ítrekað verið vistaður í einangrun og er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. „Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar“ Sigurður var látinn laus fyrir nokkrum mánuðum þar sem óvissa og skortur á úrræðum tók við að sögn verjanda hans. Sigurður geti varla séð um sig sjálfur. „Ég hefði viljað að hann fengi sólarhrings þjónustu og hefði manninn með sér. Það er Afstöðu fyrir að þakka að það hefur ekkert hræðilegt gerst enn þá. Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar. Við ætlum ekki að nota réttargæslukerfið til að halda mönnum af götunni sem eiga að vera í einhverjum félagslegum úrræðum eða undir læknishendi. Það er ekki réttlætanlegt. Við erum með réttarríki og svona gerir maður ekki í réttarríki,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. „Ég tel að það hafi ekki verið forsendur til að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Bæði tel ég að sönnunarstaðan bjóði ekki upp á það. Einnig virðist ásetningu skjólstæðings míns ekki hafa verið þess eðlis að þetta sé rétta leiðin.“ Skorar á Reykjavíkurborg Það sé kaldhæðnislegt að Reykjavík hafi fagnað rekstrarafgangi í dag. „Nú skora ég bara á Reykjavíkurborg að hafa samband við Afstöðu, félag fanga, og vinna með þeim. Það á að stefna að því að nota þennan rekstrarafgang í það að hjálpa fólki eins og þessum skjólstæðingi mínum og fleiri mönnum sem eru í sömu stöðu. Sem geta verið hættulegir en eiga samt ekki heima í fangelsi.“ Ef ekki verður gripið inn í verður þetta þá vítahringur sem endurtekur sig í sífellu? „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu! Þessi maður væri ekki með þennan sakaferil sem hann er með ef að það hefði verið tekið á þessum málum almennilega fyrir mörgum árum síðan.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Lögreglan fékk tilkynningu um mann með skotvopn á hverfisgötunni í gærmorgun og var sérsveitin kölluð út í kjölfarið. Einn var handtekinn á vettvangi en sá heitir Sigurður Almar og var til umfjöllunar í Kompási árið 2023. Þá afplánaði hann fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Hann hefur endurtekið komið við sögu hjá lögreglu og glímir við þroskaskerðingu. Við afplánun fyrri dóma hefur hann ítrekað verið vistaður í einangrun og er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. „Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar“ Sigurður var látinn laus fyrir nokkrum mánuðum þar sem óvissa og skortur á úrræðum tók við að sögn verjanda hans. Sigurður geti varla séð um sig sjálfur. „Ég hefði viljað að hann fengi sólarhrings þjónustu og hefði manninn með sér. Það er Afstöðu fyrir að þakka að það hefur ekkert hræðilegt gerst enn þá. Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar. Við ætlum ekki að nota réttargæslukerfið til að halda mönnum af götunni sem eiga að vera í einhverjum félagslegum úrræðum eða undir læknishendi. Það er ekki réttlætanlegt. Við erum með réttarríki og svona gerir maður ekki í réttarríki,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. „Ég tel að það hafi ekki verið forsendur til að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Bæði tel ég að sönnunarstaðan bjóði ekki upp á það. Einnig virðist ásetningu skjólstæðings míns ekki hafa verið þess eðlis að þetta sé rétta leiðin.“ Skorar á Reykjavíkurborg Það sé kaldhæðnislegt að Reykjavík hafi fagnað rekstrarafgangi í dag. „Nú skora ég bara á Reykjavíkurborg að hafa samband við Afstöðu, félag fanga, og vinna með þeim. Það á að stefna að því að nota þennan rekstrarafgang í það að hjálpa fólki eins og þessum skjólstæðingi mínum og fleiri mönnum sem eru í sömu stöðu. Sem geta verið hættulegir en eiga samt ekki heima í fangelsi.“ Ef ekki verður gripið inn í verður þetta þá vítahringur sem endurtekur sig í sífellu? „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu! Þessi maður væri ekki með þennan sakaferil sem hann er með ef að það hefði verið tekið á þessum málum almennilega fyrir mörgum árum síðan.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira