Innlent

Þjóðhagslega hagkvæmt að hafa frítt í strætó

Það er þjóðhagslega hagkvæmt að hafa frítt í strætó. Þetta er niðurstaða rannsóknarverkefnis sem nokkrir nemendur við Háskólann á Bifröst unnu í vetur.

Kópavogsbær hefur tilkynnt að frítt verði í strætó í bæjarfélaginu. Áður hafði Akureyrarbær gerst slíkt hið sama og í Hafnarfirði er frítt í strætó fyrir aldraða. Umræðan um hvort hætta skuli gjaldtöku í strætisvagna Reykjavíkur að undanförnu vöktu þá spruningu hjá nokkrum nemum í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst hvort það væri þjóðhagslega hagkvæmt. Í rannsóknarverkefni sem nemendurnir unnu nú vor er komist að þeirri niðurstöðu að svo sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×