Erlent

Lést af völdum fuglaflensunnar

Talið er að 191 maður hafi látið lífið af völdum fuglaflensunnar í heiminum.
Talið er að 191 maður hafi látið lífið af völdum fuglaflensunnar í heiminum. MYND/AFP

Ríkissjónvarpið í Víetnam greindi frá því í dag að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í þar í landi í vikunni af völdum fuglaflensunnar. Er þetta fyrsta dauðsfallið í Víetnam vegna fuglaflensunnar síðan árið 2005. Ekki er vitað hvernig maðurinn sýktist af flensunni.

Fram kom í frétt víetnamska ríkissjónvarpsins að maðurinn hafi verið búsettur í héraðinu Ha Tay sem er ekki langt höfuðborginni Hanoi. Er þetta fimmta þekkta dauðsfallið vegna fuglaflensunnar í heiminum frá því í síðasta mánuði.

Frá árinu 2003 hafa 43 látið lífið í Víetnam eftir að hafa sýkst af fuglaflensunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×