Innlent

Þúsundir kvenna tóku þátt í kvennahlaupinu

Hátt í 20 þúsund konur tóku þátt í hinu árvissa kvennahlaupi víða um land í dag. Það mátti horfa yfir mikið kven-mannhaf á Garðatorgi áður en gríðarlegur fjöldi kvenna lagði í hann skömmu upp úr hádegi í dag í ágætis veðri.

Kvennahlaup Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er árvisst og fer fram víða um land. Það er meira að segja háð í Flatey á Breiðafirði þar sem þátttkendur fara langt fram úr íbúum eyjarinnar. Slagorð hlaupsins í ár er "Hreyfing er hjartans mál" en Hjartavernd er samstarfsaðili Kvennahlaupsins að þessu sinni.

Kvennahlaupið verður æ vinsælli viðburður og en það hóf göngu sína árið 1993. Margar konur sem tóku þátt í hlaupinu í dag hafa tekið þátt öll árin. Rætt verður við eina þeirra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×