Innlent

Ökutæki gerð upptæk vegna ofsaaksturs

Þeir sem gerast sekir um ofsaakstur, ölvunarakstur eða vítaverðan akstur að öðru leyti eiga það á hættu að ökutæki þeirra verði gerð upptæk. Sýslumaðurinn á Selfossi hyggst láta reyna á þetta nýja ákvæði umferðarlaga gagnvart tveimur vélhjólamönnnum, sem lentu í slysi á Breiðholtsbraut í byrjun vikunnar, eftir ofsaakstur yfir Hellisheiði.

Sýslumaðurinn á Selfossi, Ólafur Helgi Kjartansson, hefur þegar lagt hald á móturhjólin tvö sem komu við sögu ofsaaksturs yfir Hellisheiði sem lauk með slysi á Breiðholtsbraut við Víðidal. Hann segir að með einhverjum hætti verði að koma í veg fyrir slíka misnotkun á bílum og bifhjólum.

Hann vísar til nýs ákvæðis umferðarlaga frá því í vor sem heimilar upptöku á ökutækjum við viss skilyrði. Ljóst er að refsingin getur orðið veruleg þegar verðmæti bíla er farið að skipta milljónum og jafnvel tugmilljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×