Erlent

Óveður veldur miklum skemmdum í Þýskalandi

Listamenn gera við skemmdir á sandskúlptúrum í Berlín. Þar hefst á morgun alþjóðleg sýning á sandskúlptúrum.
Listamenn gera við skemmdir á sandskúlptúrum í Berlín. Þar hefst á morgun alþjóðleg sýning á sandskúlptúrum.

Mikið óveður gekk yfir Þýskaland í nótt og olli það miklu tjóni á eignum. Víða flutu ár yfir bakka sína og hrifsaði vatnselgurinn með sér bíla og annað lauslegt. Yfirvöld í Berlín lýstu yfir neyðarástandi en þar flæddi vatn víða inn í kjallara húsa. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast í óveðrinu.

Óveðrir gekk yfir Þýskaland í nótt og fylgdi því þrumur og eldingar og mikil rigning. Að minnsta kosti tíu hús skemmdust í Bæjaralandi og tré rifnuðu upp með rótum.

Í Norður Þýskalandi flæddu ár yfir bakka sína og inn í nærliggjandi bæi. Götur fóru undir vatn og hrifsaði vatnselgurinn með sér bíla og annað lauslegt. Í Berlín lak vatn inn í bílastæðakjallara og náði vatnhæðin allt að einum og hálfum metra. Þá kviknaði í tveimur húsum eftir að eldingu laust niður í þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×