Innlent

Sungu íslenska helgisöngva fyrir Ítali

Frá tónleikum Stúlknakórs Reykjavíkur í kirkju heilags Mikaels og Gaetano.
Frá tónleikum Stúlknakórs Reykjavíkur í kirkju heilags Mikaels og Gaetano. MYND/Stella

Húsfyllir var í kirkju heilags Mikaels og Gaetano í Flórens á Ítalíu í gær þegar stúlknakór Reykjavíkur söng íslenska og alþjóðlega helgisöngva. Var kórnum vel fagnað í lok tónleikanna.

Alls skipa 45 stúlkur Stúlknakór Reykjavíkur en stjórnandi hans er Margrét Pálmadóttir. Kórinn hefur dvalið í Toscana héraði á Ítalíu síðustu vikur við æfingar og söng.

Í gærkvöldi hélt kórinn tónleika í kirkju heilags Mikaels og Gaetano í Flórens við góðar undirtektir tónleikagesta. Í dag tóku stúlkurnar þátt í Kvennahlaupi Íþróttasambandsins og hlupu eftir strandgötunni í Marina di Masa alls um 2 kílómetra leið. Á morgun heldur svo kórinn aðra tónleika í dómkirkjunni í Massa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×