Fleiri fréttir Verktaki kom rútu til aðstoðar Betur fór en á horfðist þegar rúta með 34 innanborðs fór út af veginum rétt austan við Öndverðarnes á Snæfellsnesi á fjórða tímanum í dag. 15.6.2007 16:45 Neytendasamtökin ósátt við innflutningsbann á kjöti og ostum Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á matvælum og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Þau segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu. 15.6.2007 16:34 Umferðarráð hvetur til aðgæslu í umferðinni Umferðarráð hefur sent frá sér ályktun vegna sumarferða á þjóðvegum landsins. Í henni segir að Sumarið sé tími skemmtiferða en því miður einnig margra alvarlegra slysa á þjóðvegum landsins. Umferðarráð minnir ökumenn á mikilvægi þess að aka varlega og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni. 15.6.2007 16:31 Fækkar í rjúpnastofninum um fjórðung milli ára Fækkað hefur í rúpnastofninum um að meðaltali 27 prósent frá síðasta ári samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Ísland. Þetta er annað árið í röð sem rjúpum fækkar en rjúpnaveiðar voru heimilaðar bæði árið 2005 og 2006 með takmörkunum eftir tveggja ára veiðibann. 15.6.2007 16:19 Nýr dráttarbátur í Fjarðarbyggð Nýr dráttarbátur verður tekinn í notkun í Fjarðarbyggð þann 17. júní n.k. Athöfn fer fram við Reyðarfjarðarhöfn kl. 11 og verður bátnum gefið nafn og hann blessaður. Athöfnin er fyrsti liðurinn í þjóðhátíðardagskrá Fjarðarbyggðar. 15.6.2007 16:07 Óttast að rúta með á fimmta tug ferðamanna ylti Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð um stund nú á fjórða tímanum vegna tilkynningar um rútu með á fimmta tug manna sem vó salt á vegarkanti á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi. 15.6.2007 15:48 Vinstrimenn á Norðurlöndum álykta um Vestur-Sahara Vinstriflokkar á Norðurlöndum sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á ríkisstjórnir Norðurlanda að viðurkenna sjálfstæði Vestur-Sahara. 15.6.2007 15:40 Verkefnin hrannast upp um borð í Atlantis Tveir geimfarar Atlantis hefja í dag viðgerð á varmahlíf þotunnar. Þegar þotan tókst á loft föstudaginn síðasta losnaði hlífin og skemmdist lítillega. 15.6.2007 15:30 Mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um tæp 17 prósent fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Frá árinu 2003 hefur erlendum ferðamönnum á þessu tímabili fjölgað um rúmlega 43 prósent. 15.6.2007 15:21 Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum af tillögum Hafró Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir í ályktun frá 14. júní áhyggjum vegna tillagna Hafrannsóknarstofnunar (Hafró) fyrir fiskveiðiárið 2007-2007. Að mati bæjarstjórnarinnar lýsa þessar tillögur þeirri staðreynd að mikið vantar upp á vísindalega þekkingu og rannsóknir á þorskstofninum hér á landi. 15.6.2007 15:10 Margrét María nýr umboðsmaður barna Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára frá 1. júlí. 15.6.2007 15:04 Tíföldum hljóðhraða náð Nýr flugvélamótor var prófaður í Ástralíu á dögunum og var honum komið á 11 þúsund km/klst. Það er tífaldur hraði hljóðsins. Mótorinn er brennslumótor sem ætlaður er orrustuflugvélum. 15.6.2007 14:36 Finnur og Þórólfur á aðalfund Samvinnutrygginga Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group og fyrrverandi iðnaðarráðherra, og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, voru meðal þeirra sem mættu á aðalfund hjá Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í húsakynnum Mjólkursamsölunnar klukkan tvö. 15.6.2007 14:34 Miklir vatnavextir á Bretlandi Fjöldi fólks situr nú fast í bílum sínum og húsum eftir gífurlegar rigningar sem staðið hafa nær látlaust í sólarhring á Bretlandseyjum. 42 starfsmenn verksmiðju í Sutton Coldfield eru innilokaðir í verksmiðjunni því að vatnið umlykur bygginguna. 15.6.2007 14:31 Landvirkjun og Flóamenn ræða áfram saman Fulltrúar sveitarstjórnar Flóahrepps og Landsvirkjunar hyggjast halda áfram viðræðum um Urriðafossvirkjun en þeir hittust á fundi í morgun til þess að ræða þá ákvörðun sveitarstjórnarinnar að taka virkjunina út úr drögum að aðalskipulagi. 15.6.2007 14:17 Lögregla fann ekkert þar sem bent var á lík Madeleine McCann Lögregla hefur nú lokið leit af Madeleine McCann í þorpinu Arao sem er skammt frá Praia de Luz þaðan sem henni var rænt fyrir 43 dögum. Nafnlaust bréf sem barst Hollenska dagblaðinu De Telegraaf á miðvikudaginn benti á að lík stúlkunar væri að finna á svæðinu. 15.6.2007 14:02 Abbas skipar nýjan forsætisráðherra Mahmoud Abbas, forseti Palestínu hefur tilnefnt Salam Fayyad sem nýjan forsætisráðherra eftir að Abbas leysti upp þjóðstjórn Hamas og Fatah. Ismail Haniya, forsætisráðherra þjóðstjórnarinnar heldur því hins vegar fram að hann sé enn forsætisráðherra og hefur þvertekið fyrir að fara að tilmælum Abbas. 15.6.2007 13:44 Sló samfanga sinn í höfuðið með þungum súpudunki Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fanga á Litla-Hrauni í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá annan fanga með súpudunki. 15.6.2007 13:36 Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og að aka sviptur ökurétti. Ákæra á hendur manninum var stór í sniðum enda um mörg brot að ræða sem maðurinn framdi í fyrrasumar. 15.6.2007 13:18 Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Hitaveita Suðurnesja undirrita samning Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) hefur undirritað samning við Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS) um kaup á raforku og heitu vatni. Við sama tækifæri var undirritaður þjónustu- og samstarfssamningur á milli fyrirtækjanna. 15.6.2007 13:14 Útlit fyrir rólegheitaveður á 17. júní Vel horfir með veður á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní sem er á sunnudaginn. Rólegaheitaveður og þurrt er í kortunum. 15.6.2007 13:00 Fylgist með geimförum í barnapíutæki Húsmóðir í Chicago í Bandaríkjunum þarf ekki lengur að kveikja á fréttum til að fylgjast með afdrifum geimfara í geimskutlunni Atlantis sem nú er tengd Alþjóðlegum geimstöðinni. Hún þarf bara að kveikja á barnapíutækinu sínu. 15.6.2007 12:30 Blikur á lofti í kjaramálum framhaldsskólakennara Stjórn og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara hafa sent frá sér ályktun um kjaraþróun félagsmanna KÍ í framhaldsskólum. Þeir segja blikur vera á lofti í kjaramálum sínum enda hafi launaþróun framhaldsskólakennara ekki fylgt eftir launaþróun hefðbundinna viðmiðunarhópa. Samningsaðilar standi því frammi fyrir verulegu átaki. 15.6.2007 12:28 Ekki hægt að neyða þjónustu á fólk Öldruðu hjónunum sem flutt voru á Landspítala eftir að nágrannar höfðu fundið megna ólykt frá íbúð þeirra heilsast vel. Verið er að hreinsa íbúð þeirra svo þau geti snúið aftur til síns heima. Konan var með sár á fæti sem var alsett lirfum. Ekki hægt að neyða fólk til að þiggja þjónustu frá velferðarsviði segir Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri. 15.6.2007 12:15 Hamas-liðar með Gaza-svæðið á sínu valdi Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. 15.6.2007 12:15 Reynir á upptöku farartækja í fyrsta sinn Sýslumaðurinn á Selfossi hefur lagt hald á bæði mótorhjólin, sem komu við sögu umferðarslyss á Breiðholtsbraut í vikunni, og ætlar að krefjast þess fyrir dómi að þau verði gerð upptæk til ríkissjóðs. Það yrði fyrsta mál sinnar tegundar eftir að ný lög heimiluðu slíkt. 15.6.2007 12:05 Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram á morgun Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14. í Laugardalshöll. 1056 kandidatar munu taka við skírteinum úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur rektors. 395 útskrifast með meistaragráðu eða diplómanám á meistarastigi og 695 með BS eða BA gráðu. Níu kandidatar útskrifast með fleiri en eina prófgráðu. 15.6.2007 12:01 Milljón á mann hjá Samvinnutryggingum Yfir þrjátíu þúsund fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum eiga í sameiningu yfir 30 miljarða króna í sjóðum félagsins án þess að hafa hugmynd um það. Þeir geta nú brátt innleyst þessa eign. 15.6.2007 12:00 Sjö menn dæmdir fyrir að skipuleggja umfangsmikil hryðjuverk Sjö félagar í hryðjuverkahópi sem skipulagði umfangsmiklar hryðjuverkaárásir í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa verið dæmdir í samtals 136 ára fangelsi í Bretlandi. 15.6.2007 11:45 Ofursportbíll í óhappi Ofursportbíllinn Ford GT sem er í eigu Brimborgar varð fyrir umtalsverðu tjóni í gær þegar sölustjóri Brimborgar á Akureyri missti stjórn á bílnum. Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar segir að óljóst sé hve mikið tjónið sé en útsöluverð bílsins er 30 milljónir. Ökumanninum var boðin áfallahjálp. 15.6.2007 11:42 Níu létu lífið í sprengingu á Filippseyjum Að minnsta kosti níu manns létu lífið í sprengingu í strætisvagni á suðurhluta Filippseyja í morgun. Ekki er vitað hveru margir særðust. Sprengjan sprakk í strætisvagni sem var fullur af fólki í bænum Bansalan klukkan tíu í morgun. Enn hefur enginn sagst bera ábyrgð á árásinni en verið er að rannsaka hvort að múslimskir vígamenn eða glæpahópar hafi staðið á bak við hana. 15.6.2007 11:25 Reynt að seinka kynþroska kvenna í Kamerun Fjórða hver stúlka í Kamerun hefur upplifað það að brjóst hennar séu strokin niður með steinum eða keflum með það að markmiði að draga úr vexti þeirra og seinka kynþroska. Þetta er gert til að athygli karlmanna beinist ekki að þeim of snemma og eins til að koma í veg fyrir ótímabæra þungun. 15.6.2007 11:20 Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára fyrir að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf í heimahúsi á Selfossi í nóvember í fyrra. 15.6.2007 10:58 Hamasliðar á skrifstofu forsetans Liðsmenn Hamas hafa hertekið skrifstofu forseta Palestínu, Mahmoud Abbas í Gasa borg og fara nú ránshendi um byggingu forsetaembættisins. Hamasliðar hafa nú náð öllu Gasa svæðinu á sitt vald og liðsmenn Fatah hafa flúið eða verið handteknir í bardögum síðustu daga. 15.6.2007 10:47 Handtóku leiðtoga Jemaah Islamiah Yfirvöld í Indónesíu segjast hafa handtekið forsprakka herskáu samtakanna Jemaah Islamiah sem talin eru bera ábyrgð á sprengjutilræðunum á Bali í okótber árið 2002. Þar létust rúmlega 200 manns þegar sprengjur sprungu á vinsælum skemmtistað á eyjunni, flestir þeirra erlendir ferðmenn. 15.6.2007 10:33 Ólafur Þór Gunnarsson mótmælir ásökunum Gunnars Birgissonar Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG í Kópavogi hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar viðtals við Gunnar I. Birgisson bæjarstóra í Kópavogi í Kastljósinu í gær. Þar hélt Gunnar því fram að fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga væri runnin undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna og að bæjarfulltrúar hefðu farið með róg um hann í fjölmiðla. 15.6.2007 10:32 Aukin fánasala samhliða vaxandi þjóðerniskennd í Danmörku Sala á danska þjóðfánanum og fánastöngum hefur aukist í Danmörku síðustu misseri eftir því segir í frétt Jótlandspóstsins. Tengja menn það aukinni þjóðerniskennd í landinu, ekki síst í framhaldinu að deilunum um Múhameðsteikningarnar í fyrra. 15.6.2007 09:59 Aldraðir Reykvíkingar fá öryggissíma Hundrað einstaklingar munu fá virk símtæki með þráðlausum neyðarhnappi sett upp heima hjá sér í haust. Um er að ræða tilraunaverkefni. Með öryggissímanum geta notendur náð sambandi við vaktmiðstöð með einu handtaki. 15.6.2007 09:57 Varnamálaráðherrar funda um framtíð Afganistan Varnarmálaráðherrar NATO ríkjanna funda þessa dagana um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Evrópu og framtíð varnarmála í Afganistan. 14.6.2007 23:31 Óttast kjarnorkuöld Þýskir öryggis- og friðarsérfræðingar eru sannfærðir um að aukin spenna í alþjóðasamfélaginu muni leiða af sér nýja og hættulegri kjarnorkuöld. Átök á Gaza-svæðinu og í Afganistan, hin óleysta kjarnorkudeila í Íran og aukin vopnaframleiðsla eru meðal þess sem þýsku sérfræðingarnir telja að muni auka á spennuna. 14.6.2007 23:30 Ungmenni festust í rússíbana í Stokkhólmi Þrjú ungmenni festust í rússíbananum Villtu músinni í tívolíinu Gröna Lund í Stokkhólmi í kvöld. Þetta kemur fram á fréttavef síðdeigisblaðsins Aftonbladet. Mjög vindasamt var á svæðinu og varð sterk vindhviða sem kom á móti vagninum til þess að hann stöðvaðist. Aðrir vagnar sem á eftir komu stöðvuðust sjálfkrafa við þetta og komst fólkið úr þeim af eigin rammleik. 14.6.2007 22:48 Biskupinn á ferð um Rangárvallarprófastsdæmi Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur vikulanga vísitasíu í Rangarvallaprófastsdæmi föstudaginn 15. júní. Á þeim tíma sækir hann heim Oddaprestakall, Breiðabólsstaðarprestakall og Fellsmúlaprestakall. Vísitasíu í Holtsprestakall var frestað vegna veikinda sóknarprests. 14.6.2007 22:31 Karlmaður hneig niður á fótboltaleik Karlmaður hneig niður á leik Keflavíkur og Fram sem fram fór í Keflavík í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum voru það sjúkraflutningamenn á frívakt sem veittu fyrstu skyndihjálp og var maðurinn með meðvitund þegar sjúkrabíll og lögregla komu á staðinn. 14.6.2007 22:15 McCann hjónin gagnrýna De Telegraaf Foreldrar Madeleine McCann gagnrýna Hollenska dagblaðið De Telegraaf fyrir að birta nafnlaust bréf sem blaðinu barst með upplýsingum um hvar lík stúlkunnar sé grafið. 14.6.2007 21:34 Íslensk erfðagreining nær sátt í dómsmáli Íslensk erfðagreining hefur náð sátt í dómsmáli sem var höfðað gegn bandaríska sjúkrahúsinu Children’s Hospital of Philadelphia (CHOP) og nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar sem hófu þar störf. Með dómsáttinni hafa allir aðilar dregið kröfur sínar til baka og fellt málið niður. 14.6.2007 21:21 Sjá næstu 50 fréttir
Verktaki kom rútu til aðstoðar Betur fór en á horfðist þegar rúta með 34 innanborðs fór út af veginum rétt austan við Öndverðarnes á Snæfellsnesi á fjórða tímanum í dag. 15.6.2007 16:45
Neytendasamtökin ósátt við innflutningsbann á kjöti og ostum Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á matvælum og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Þau segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu. 15.6.2007 16:34
Umferðarráð hvetur til aðgæslu í umferðinni Umferðarráð hefur sent frá sér ályktun vegna sumarferða á þjóðvegum landsins. Í henni segir að Sumarið sé tími skemmtiferða en því miður einnig margra alvarlegra slysa á þjóðvegum landsins. Umferðarráð minnir ökumenn á mikilvægi þess að aka varlega og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni. 15.6.2007 16:31
Fækkar í rjúpnastofninum um fjórðung milli ára Fækkað hefur í rúpnastofninum um að meðaltali 27 prósent frá síðasta ári samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Ísland. Þetta er annað árið í röð sem rjúpum fækkar en rjúpnaveiðar voru heimilaðar bæði árið 2005 og 2006 með takmörkunum eftir tveggja ára veiðibann. 15.6.2007 16:19
Nýr dráttarbátur í Fjarðarbyggð Nýr dráttarbátur verður tekinn í notkun í Fjarðarbyggð þann 17. júní n.k. Athöfn fer fram við Reyðarfjarðarhöfn kl. 11 og verður bátnum gefið nafn og hann blessaður. Athöfnin er fyrsti liðurinn í þjóðhátíðardagskrá Fjarðarbyggðar. 15.6.2007 16:07
Óttast að rúta með á fimmta tug ferðamanna ylti Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð um stund nú á fjórða tímanum vegna tilkynningar um rútu með á fimmta tug manna sem vó salt á vegarkanti á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi. 15.6.2007 15:48
Vinstrimenn á Norðurlöndum álykta um Vestur-Sahara Vinstriflokkar á Norðurlöndum sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á ríkisstjórnir Norðurlanda að viðurkenna sjálfstæði Vestur-Sahara. 15.6.2007 15:40
Verkefnin hrannast upp um borð í Atlantis Tveir geimfarar Atlantis hefja í dag viðgerð á varmahlíf þotunnar. Þegar þotan tókst á loft föstudaginn síðasta losnaði hlífin og skemmdist lítillega. 15.6.2007 15:30
Mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um tæp 17 prósent fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Frá árinu 2003 hefur erlendum ferðamönnum á þessu tímabili fjölgað um rúmlega 43 prósent. 15.6.2007 15:21
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum af tillögum Hafró Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir í ályktun frá 14. júní áhyggjum vegna tillagna Hafrannsóknarstofnunar (Hafró) fyrir fiskveiðiárið 2007-2007. Að mati bæjarstjórnarinnar lýsa þessar tillögur þeirri staðreynd að mikið vantar upp á vísindalega þekkingu og rannsóknir á þorskstofninum hér á landi. 15.6.2007 15:10
Margrét María nýr umboðsmaður barna Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára frá 1. júlí. 15.6.2007 15:04
Tíföldum hljóðhraða náð Nýr flugvélamótor var prófaður í Ástralíu á dögunum og var honum komið á 11 þúsund km/klst. Það er tífaldur hraði hljóðsins. Mótorinn er brennslumótor sem ætlaður er orrustuflugvélum. 15.6.2007 14:36
Finnur og Þórólfur á aðalfund Samvinnutrygginga Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group og fyrrverandi iðnaðarráðherra, og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, voru meðal þeirra sem mættu á aðalfund hjá Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í húsakynnum Mjólkursamsölunnar klukkan tvö. 15.6.2007 14:34
Miklir vatnavextir á Bretlandi Fjöldi fólks situr nú fast í bílum sínum og húsum eftir gífurlegar rigningar sem staðið hafa nær látlaust í sólarhring á Bretlandseyjum. 42 starfsmenn verksmiðju í Sutton Coldfield eru innilokaðir í verksmiðjunni því að vatnið umlykur bygginguna. 15.6.2007 14:31
Landvirkjun og Flóamenn ræða áfram saman Fulltrúar sveitarstjórnar Flóahrepps og Landsvirkjunar hyggjast halda áfram viðræðum um Urriðafossvirkjun en þeir hittust á fundi í morgun til þess að ræða þá ákvörðun sveitarstjórnarinnar að taka virkjunina út úr drögum að aðalskipulagi. 15.6.2007 14:17
Lögregla fann ekkert þar sem bent var á lík Madeleine McCann Lögregla hefur nú lokið leit af Madeleine McCann í þorpinu Arao sem er skammt frá Praia de Luz þaðan sem henni var rænt fyrir 43 dögum. Nafnlaust bréf sem barst Hollenska dagblaðinu De Telegraaf á miðvikudaginn benti á að lík stúlkunar væri að finna á svæðinu. 15.6.2007 14:02
Abbas skipar nýjan forsætisráðherra Mahmoud Abbas, forseti Palestínu hefur tilnefnt Salam Fayyad sem nýjan forsætisráðherra eftir að Abbas leysti upp þjóðstjórn Hamas og Fatah. Ismail Haniya, forsætisráðherra þjóðstjórnarinnar heldur því hins vegar fram að hann sé enn forsætisráðherra og hefur þvertekið fyrir að fara að tilmælum Abbas. 15.6.2007 13:44
Sló samfanga sinn í höfuðið með þungum súpudunki Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fanga á Litla-Hrauni í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá annan fanga með súpudunki. 15.6.2007 13:36
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og að aka sviptur ökurétti. Ákæra á hendur manninum var stór í sniðum enda um mörg brot að ræða sem maðurinn framdi í fyrrasumar. 15.6.2007 13:18
Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Hitaveita Suðurnesja undirrita samning Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) hefur undirritað samning við Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS) um kaup á raforku og heitu vatni. Við sama tækifæri var undirritaður þjónustu- og samstarfssamningur á milli fyrirtækjanna. 15.6.2007 13:14
Útlit fyrir rólegheitaveður á 17. júní Vel horfir með veður á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní sem er á sunnudaginn. Rólegaheitaveður og þurrt er í kortunum. 15.6.2007 13:00
Fylgist með geimförum í barnapíutæki Húsmóðir í Chicago í Bandaríkjunum þarf ekki lengur að kveikja á fréttum til að fylgjast með afdrifum geimfara í geimskutlunni Atlantis sem nú er tengd Alþjóðlegum geimstöðinni. Hún þarf bara að kveikja á barnapíutækinu sínu. 15.6.2007 12:30
Blikur á lofti í kjaramálum framhaldsskólakennara Stjórn og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara hafa sent frá sér ályktun um kjaraþróun félagsmanna KÍ í framhaldsskólum. Þeir segja blikur vera á lofti í kjaramálum sínum enda hafi launaþróun framhaldsskólakennara ekki fylgt eftir launaþróun hefðbundinna viðmiðunarhópa. Samningsaðilar standi því frammi fyrir verulegu átaki. 15.6.2007 12:28
Ekki hægt að neyða þjónustu á fólk Öldruðu hjónunum sem flutt voru á Landspítala eftir að nágrannar höfðu fundið megna ólykt frá íbúð þeirra heilsast vel. Verið er að hreinsa íbúð þeirra svo þau geti snúið aftur til síns heima. Konan var með sár á fæti sem var alsett lirfum. Ekki hægt að neyða fólk til að þiggja þjónustu frá velferðarsviði segir Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri. 15.6.2007 12:15
Hamas-liðar með Gaza-svæðið á sínu valdi Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. 15.6.2007 12:15
Reynir á upptöku farartækja í fyrsta sinn Sýslumaðurinn á Selfossi hefur lagt hald á bæði mótorhjólin, sem komu við sögu umferðarslyss á Breiðholtsbraut í vikunni, og ætlar að krefjast þess fyrir dómi að þau verði gerð upptæk til ríkissjóðs. Það yrði fyrsta mál sinnar tegundar eftir að ný lög heimiluðu slíkt. 15.6.2007 12:05
Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram á morgun Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14. í Laugardalshöll. 1056 kandidatar munu taka við skírteinum úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur rektors. 395 útskrifast með meistaragráðu eða diplómanám á meistarastigi og 695 með BS eða BA gráðu. Níu kandidatar útskrifast með fleiri en eina prófgráðu. 15.6.2007 12:01
Milljón á mann hjá Samvinnutryggingum Yfir þrjátíu þúsund fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum eiga í sameiningu yfir 30 miljarða króna í sjóðum félagsins án þess að hafa hugmynd um það. Þeir geta nú brátt innleyst þessa eign. 15.6.2007 12:00
Sjö menn dæmdir fyrir að skipuleggja umfangsmikil hryðjuverk Sjö félagar í hryðjuverkahópi sem skipulagði umfangsmiklar hryðjuverkaárásir í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa verið dæmdir í samtals 136 ára fangelsi í Bretlandi. 15.6.2007 11:45
Ofursportbíll í óhappi Ofursportbíllinn Ford GT sem er í eigu Brimborgar varð fyrir umtalsverðu tjóni í gær þegar sölustjóri Brimborgar á Akureyri missti stjórn á bílnum. Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar segir að óljóst sé hve mikið tjónið sé en útsöluverð bílsins er 30 milljónir. Ökumanninum var boðin áfallahjálp. 15.6.2007 11:42
Níu létu lífið í sprengingu á Filippseyjum Að minnsta kosti níu manns létu lífið í sprengingu í strætisvagni á suðurhluta Filippseyja í morgun. Ekki er vitað hveru margir særðust. Sprengjan sprakk í strætisvagni sem var fullur af fólki í bænum Bansalan klukkan tíu í morgun. Enn hefur enginn sagst bera ábyrgð á árásinni en verið er að rannsaka hvort að múslimskir vígamenn eða glæpahópar hafi staðið á bak við hana. 15.6.2007 11:25
Reynt að seinka kynþroska kvenna í Kamerun Fjórða hver stúlka í Kamerun hefur upplifað það að brjóst hennar séu strokin niður með steinum eða keflum með það að markmiði að draga úr vexti þeirra og seinka kynþroska. Þetta er gert til að athygli karlmanna beinist ekki að þeim of snemma og eins til að koma í veg fyrir ótímabæra þungun. 15.6.2007 11:20
Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára fyrir að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf í heimahúsi á Selfossi í nóvember í fyrra. 15.6.2007 10:58
Hamasliðar á skrifstofu forsetans Liðsmenn Hamas hafa hertekið skrifstofu forseta Palestínu, Mahmoud Abbas í Gasa borg og fara nú ránshendi um byggingu forsetaembættisins. Hamasliðar hafa nú náð öllu Gasa svæðinu á sitt vald og liðsmenn Fatah hafa flúið eða verið handteknir í bardögum síðustu daga. 15.6.2007 10:47
Handtóku leiðtoga Jemaah Islamiah Yfirvöld í Indónesíu segjast hafa handtekið forsprakka herskáu samtakanna Jemaah Islamiah sem talin eru bera ábyrgð á sprengjutilræðunum á Bali í okótber árið 2002. Þar létust rúmlega 200 manns þegar sprengjur sprungu á vinsælum skemmtistað á eyjunni, flestir þeirra erlendir ferðmenn. 15.6.2007 10:33
Ólafur Þór Gunnarsson mótmælir ásökunum Gunnars Birgissonar Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG í Kópavogi hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar viðtals við Gunnar I. Birgisson bæjarstóra í Kópavogi í Kastljósinu í gær. Þar hélt Gunnar því fram að fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga væri runnin undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna og að bæjarfulltrúar hefðu farið með róg um hann í fjölmiðla. 15.6.2007 10:32
Aukin fánasala samhliða vaxandi þjóðerniskennd í Danmörku Sala á danska þjóðfánanum og fánastöngum hefur aukist í Danmörku síðustu misseri eftir því segir í frétt Jótlandspóstsins. Tengja menn það aukinni þjóðerniskennd í landinu, ekki síst í framhaldinu að deilunum um Múhameðsteikningarnar í fyrra. 15.6.2007 09:59
Aldraðir Reykvíkingar fá öryggissíma Hundrað einstaklingar munu fá virk símtæki með þráðlausum neyðarhnappi sett upp heima hjá sér í haust. Um er að ræða tilraunaverkefni. Með öryggissímanum geta notendur náð sambandi við vaktmiðstöð með einu handtaki. 15.6.2007 09:57
Varnamálaráðherrar funda um framtíð Afganistan Varnarmálaráðherrar NATO ríkjanna funda þessa dagana um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Evrópu og framtíð varnarmála í Afganistan. 14.6.2007 23:31
Óttast kjarnorkuöld Þýskir öryggis- og friðarsérfræðingar eru sannfærðir um að aukin spenna í alþjóðasamfélaginu muni leiða af sér nýja og hættulegri kjarnorkuöld. Átök á Gaza-svæðinu og í Afganistan, hin óleysta kjarnorkudeila í Íran og aukin vopnaframleiðsla eru meðal þess sem þýsku sérfræðingarnir telja að muni auka á spennuna. 14.6.2007 23:30
Ungmenni festust í rússíbana í Stokkhólmi Þrjú ungmenni festust í rússíbananum Villtu músinni í tívolíinu Gröna Lund í Stokkhólmi í kvöld. Þetta kemur fram á fréttavef síðdeigisblaðsins Aftonbladet. Mjög vindasamt var á svæðinu og varð sterk vindhviða sem kom á móti vagninum til þess að hann stöðvaðist. Aðrir vagnar sem á eftir komu stöðvuðust sjálfkrafa við þetta og komst fólkið úr þeim af eigin rammleik. 14.6.2007 22:48
Biskupinn á ferð um Rangárvallarprófastsdæmi Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur vikulanga vísitasíu í Rangarvallaprófastsdæmi föstudaginn 15. júní. Á þeim tíma sækir hann heim Oddaprestakall, Breiðabólsstaðarprestakall og Fellsmúlaprestakall. Vísitasíu í Holtsprestakall var frestað vegna veikinda sóknarprests. 14.6.2007 22:31
Karlmaður hneig niður á fótboltaleik Karlmaður hneig niður á leik Keflavíkur og Fram sem fram fór í Keflavík í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum voru það sjúkraflutningamenn á frívakt sem veittu fyrstu skyndihjálp og var maðurinn með meðvitund þegar sjúkrabíll og lögregla komu á staðinn. 14.6.2007 22:15
McCann hjónin gagnrýna De Telegraaf Foreldrar Madeleine McCann gagnrýna Hollenska dagblaðið De Telegraaf fyrir að birta nafnlaust bréf sem blaðinu barst með upplýsingum um hvar lík stúlkunnar sé grafið. 14.6.2007 21:34
Íslensk erfðagreining nær sátt í dómsmáli Íslensk erfðagreining hefur náð sátt í dómsmáli sem var höfðað gegn bandaríska sjúkrahúsinu Children’s Hospital of Philadelphia (CHOP) og nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar sem hófu þar störf. Með dómsáttinni hafa allir aðilar dregið kröfur sínar til baka og fellt málið niður. 14.6.2007 21:21