Erlent

Sarkozy með ólöglega innflytjendur í vinnu

Húsnæði forsætisráðherra og forseta Frakklands, La Lanterne. Málið þykir vandræðalegt fyrir Sarkozy sem þykir strangur í garð ólöglegra innflytjenda.
Húsnæði forsætisráðherra og forseta Frakklands, La Lanterne. Málið þykir vandræðalegt fyrir Sarkozy sem þykir strangur í garð ólöglegra innflytjenda.
Franska lögreglan rannsakar nú hvernig stendur á því að tveir ólöglegir innflytjendur fengu vinnu við að endurgera opinbert húsnæði Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Mennirnir voru handteknir í vikunni en þeir höfðu þá framvísað skírteinum með fölsuðu dvalarleyfi.

Mönnunum, sem eru frá Malí, hefur nú verið sleppt en þeir munu væntanlega verða ákærðir og síðan vísað úr landi.

Mennirnir voru að vinna við að endurgera opinbert hús forsætisráðherra og forseta Frakklands, La Lanterne, en það verk hefur staðið yfir með hléum síðan árið 2002.

Talsmaður skrifstofu forseta Frakklands sagði að mennirnir hefðu aðeins verið búnir að vinna í stuttan tíma áður en upp komst að þeir væru ólöglegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×