Innlent

Lögreglan í Borgarnesi stöðvar ellefu ökuþóra

Alls stöðvaði lögreglan í Borgarnesi ellefu ökumenn í nótt vegna hraðaksturs. Sá sem fór hraðast mældist á 139 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi við Gufuá þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Þá var einn tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Allir sem voru teknir voru á leið til Akureyrar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var mikill umferðarþungi á Vesturlandsvegi í allan gærdag. Lá straumurinn norður til Akureyrar en þar stendur nú yfir hátíðin Bíladagar. Alls voru ellefu ökumenn teknir fyrir hraðakstur og þá var einn tekinn í morgunsárið fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fann lögreglan lítilræði af fíkniefnum.

Þá voru fjölmargir ökumenn teknir fyrir hraðakstur á Öxnadalsheiði í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×