Erlent

Verkfall á flugvöllum í Belgíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verkfallið hefur raskað áætlunum fjölda farþega
Verkfallið hefur raskað áætlunum fjölda farþega Mynd/ AFP
Öryggisverðir á flugvöllum í Charleroi og Liege í Belgíu hafa ákveðið að framlengja verkfall sem hófst í dag.

 

Verkfallið hófst í morgun við Charleroi flugvöllinn og var öllu flugi til og frá vellinum aflýst. Skömmu síðar stöðvuðu starfsmenn á Liege flugvellinum vinnu. Öryggisverðirnir ákváðu síðan að framlengja verkfallið fram yfir fund sem haldinn verður á mánudaginn. Þeir eru að mótmæla fyrirætlunum Wallon stjórnarinnar um að bjóða út rekstur á öryggisvörslunni.

 

Áætlað er að nú þegar hafi flug 8000 manna raskast vegna verkfallsins. Ryanair hefur gagnrýnt verkfallið og sagt það vera ólöglegt. Auk þeirra hefur Wizzair, Jet4You og Onair þurft að beina flugi á aðra flugvelli í Belgíu sem og á flugvelli í Frakklandi og París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×