Innlent

Kviknaði í blaðagámum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út tvisvar í nótt og í morgun eftir að eldur kviknaði í blaðagámi. Þá barst slökkviliðinu tilkynning um klukkan hálf sex í morgun að kviknað væri í íbúð á 8. hæð í blokk við Hátún.

Að sögn slökkviliðsins reyndist enginn eldur vera í íbúðinni aðeins reykur. Íbúðin var mannlaus og gekk vel að reyklosa hana.

Tvisvar kviknaði í blaðagámum í nótt og í morgun. Fyrra skiptið var laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þá barst slökkviliðinu tilkynning um að kviknað væri í blaðagámi á Suðurnesvegi við Höfðabraut á Álftanesi. Seinna skiptið var svo klukkan átta í morgun en þá logaði í blaðagámi við Austurbrú.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×