Innlent

Róbert og Herdís hlutu heiðursverðlaun Grímunnar

Forseti Íslands afhendir Róberti Arnfinnssyni heiðursverðlaun Grímunnar
Forseti Íslands afhendir Róberti Arnfinnssyni heiðursverðlaun Grímunnar

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti Herdísi Þorvaldsdóttur og Róberti Arnfinnssyni heiðursverðlaun Grímunnar í ár. Þau hafa verið í hópi ástsælustu leikara Íslendinga í 60 ár. Herdís sagði við það tækifæri að það væri gefandi að fá að taka þátt í leiklistinni og geta túlkað líf fjölmargra ólíkra einstaklinga. Nú væri hún hinsvegar að fást við annað hugðarefni, að vernda gróðurinn í landinu. Hún brýndi Íslendinga til dáða í þeirri baráttu.

 

Róbert Arnfinnsson sagði að verðlaunin bæru vott um góða samvinnu við það fólk sem hann hefði starfað með um tíðina. „Ég þakka fyrir þessa heiðursgjöf og vil nota hana til að þakka öllum þeim sem ég hef unnið með í gegnum árin og gegnum aldirnar," sagði Róbert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×