Fleiri fréttir

Hægt að gera við Muuga en ekki hér á landi

Allar líkur eru á því að það sé hægt að koma Wilson Muuga í lag aftur. Ekki er til slippur hér á landi sem er nógu stór til þess og því þarf að draga skipið til Suður-Evrópu. Skipið náðist á flot í gær en þá höfðu tíu til tólf menn unnið nótt sem nýtan dag í sautján daga við að koma því í sjóhæft ástand.

Boðið á leiklestur hjá LA fyrir eina krónu

Leikfélag Akureyrar fagnar á morgun 90 ára afmæli sínu og af því tilefni munu leikarar leiklesa Æfintýri á gönguför í Samkomuhúsinu í kvöld klukkan 20. Miðaverð á leiklesturinn í kvöld verður það sama og árið 1907, ein króna.

Sigtúnshúsið loks klárað

Það er kominn tími til að klára Sigtúnshúsið við Suðurlandsbraut en rösk þrjátíu ár eru liðin frá því bygging þess hófst. Stórvirkar vinnuvélar fara nú mikinn við þetta sögufræga hús sem löngum hýsti einn vinsælasta skemmtistað landsmanna, kenndan við Sigtún.

Stjórnarformaður H&M í felum vegna hótana

Einn ríkasti maður Svíþjóðar og stjórnarformaður fataframleiðandans Hennes & Mauritz, Stefan Persson, býr nú við lögregluvernd á leynilegum stað í Stokkhólmi eftir að hann fékk líflátshótanir.

BNA bjóða Rússum að skoða eldflaugastæði

Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að leyfa Rússum að skoða eldflaugavarnastöð sem þeir ætla að setja upp í Póllandi, til þess að sannfæra Rússa um að hún ógni ekki hagsmunum þeirra. Bandaríkjamenn vilja setja upp tíu eldflaugar í Póllandi og ratsjárstöð í Tékklandi fyrir árið 2012.

Forseti S-Kóreu harmar morðin

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst harmi yfir fjöldamorðunum sem brottfluttur landi hans framdi í Bandaríkjunum. Kóreskir embættismenn héldu í gær neyðarfundi um málið, þar sem þeir óttast hefndaraðgerðir gegn þeim mikla fjölda Kóreumanna sem búa í Bandaríkjunum.

Dæmdur fyrir að stinga mann í handlegginn

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið mann í handlegginn með hnífi. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Vestmannaeyjum þar sem nokkrir menn sátu að sumbli.

Ætlaði að stytta sér leið yfir götu en endaði í fangelsi

Ölvaður karlmaður sem ætlaði að stytta sér leið með því að klifra yfir götugrindverk á Snorrabraut í nótt endaði í fangelsi. Maðurinn slasaðist við klifrið og var seinna fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en hann kvartaði undan verkjum í brjósti.

Kennari varaði margsinnis við morðingjanum

Fyrrverandi kennari við Virginía Tech háskólann segir að hún hafi margsinnis varað skólayfirvöld við Cho Seung-Hui, sem myrti 32 nemendur og kennara við skólann. Hún vakti fyrst athygli á honum árið 2005, en segir að aðvaranir hennar hafi ekki verið teknar alvarlega. Bekkjarbróðir morðingjans segir að skrif hans hafi verið eins og "eitthvað upp úr martröð."

Opið í Bláfjöllum í dag

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag, síðasta vetradag, en veður er nú mjög gott í fjöllunum og færð góð. Í Kóngsgili verða tvær lyftur opnar og þá verður kaðallyfta við Bláfjallaskála einnig opin.

Reisugildi vegna nýs Háskólatorgs HÍ

Starfsmenn og stúdentar Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands fagna í reisugildi í dag byggingu nýs Háskólatorgs við Háskóla Íslands. Um er að ræða tíu þúsund fermetra þjónustu- og kennslubyggingu á háskólalóðinni sem hafist var handa við fyrir réttu ári og verður vígð í lok þessa árs, á fullveldisdaginn 1. desember.

Aflaverðmæti jókst um tvo milljarða í janúar

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 2,1 milljarða króna í janúar í ár miðað við sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Hagstofu Íslands. Alls nam aflinn í janúar 5,7 milljörðum króna en var 3,6 milljarðar í janúar 2006.

Landsmönnum fjölgar sem aldrei fyrr

Fólksfjölgun á Íslandi í fyrra var með því mesta sem mælst hefur á síðustu fimmtíu árum. Þetta kemur fram samantekt Hagstofunnar um fólksfjöldaþróun og erlenda ríkisborgara frá 1996 til 2006. Fjölgunin er öðru fremur rakin til mikils aðstreymis fólks frá útlöndum.

Fjórir slasaðir eftir jeppaslys í Húnavatnssýslu

Fjórir farþegar jeppabifreiðar slösuðust á þjóðveginum í Fremstagili í Langadal í Húnavatnssýslu á sjöunda tímanum í morgun, þar af einn talsvert mikið. Enginn þeirra er þó talinn í lífshættu eins og er, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á slysstað og verið er að ákveða hvert farið verður með hina slösuðu. Reiknað er með að þyrlan fari með tvo þeirra til Reykjavíkur. Þrír farþeganna voru útlendingar, einn Íslendingur.

Gengur vel að draga Wilson Muuga til hafnar

Vel gengur að draga flutningaskipið Wilson Muuga til hafnar og er von á skipinu til Hafnarfjarðarhafnar um klukkan ellefu í kvöld. Dráttarbáturinn Magni hefur verið með skipið í togi allt frá því það var dregið á flot um sex leytið í kvöld.

Óttast hefndaraðgerðir í kjölfar fjöldamorðanna

Suður Kóreskir stúdentar í Bandaríkjunum óttast að verða fyrir hefndarárásum í kjölfar fjöldamorðanna í Virginia Tech háskólanum í Blacksburg í Virginíufylki í gær. Stúdentar frá Suður Kóreu skipa stærsta hóp erlendra námsmanna í Bandaríkjunum og hafa Suður Kóresk stjórnvöld lýst yfir áhyggjum vegna málsins.

Hagkvæmniathugun vegna álvers á Bakka haldið áfram

Iðnaðarráðuneytið, Norðurþing og Alcoa hafa komið sér saman um að halda áfram hagkvæmniathugun vegna álvers á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Alcoa og Norðurþingi.

Útlendingar áhugasamir um orkumál Íslendinga

Áhugi umheimsins á orkumálum Íslendinga er orðinn slíkur að það er nánast í hverri viku sem einhverjir erlendir fréttamiðlar og sjónvarpsstöðvar koma til landsins til að kynnast því sem hér er að gerast

Knútur tekur tennur

Hvítabjarnarhúnninn Knútur skemmti gestum í dýragarðinum í Berlín í dag en í gær fékk hann að hvíla sig af því að hann var með tannverki. Að sögn dýrahirða í garðinum bar litli anginn sig þá aumlega þar sem hann er að taka tennur en nokkrar verkjatöflur hafa hins vegar slegið á óþægindin.

Sego saxar á Sarko

Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, hefur sótt mjög í sig veðrið undanfarna daga og mælist nú með nánast jafn mikið fylgi og helsti keppinautur sinn, Nicolas Sarkozy. Fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn.

Allir flokkar vilja lengja fæðingarorlofið

Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.

Andúð á ríkum ungmennum sögð ástæðan

Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag.

Ákvörðun um flugvöll ekki tímabær

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir skýrslu flugvallarnefndar sýna að þjóðhagslega hagkvæmast sé að byggja nýjan flugvöll á Hólmsheiði. Hann telur þó of snemmt að ákveða hvort Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýri.

Olíuhreinsistöð í tillögu Vestfjarðanefndar

Uppbygging olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum er meðal hugmynda sem kynntar eru í skýrslu nefndar forsætisráðherra um leiðir til að styrkja atvinnulíf í fjórðungnum. Geir H. Haarde segir þó ekki tímabært að taka afstöðu til verkefnisins.

Stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja

Fjöldi Íslendinga yfir áttræðu á eftir að fimmfaldast fram til ársins 2050, úr 9 þúsundum í 45 þúsund og meðalævi fólks lengist um 7 ár. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og örkulífeyrisþega á næstu árum vegna hækkandi aldurs.

Bush talar á minningarathöfn

Bush Bandaríkjaforseti verður viðstaddur minningarathöfn sem haldin verður í kvöld vegna skorárása í Háskólanum Virginia Tech í Bandaríkjunum í dag. Að sögn Dagmar Kristínar Hannesdóttur nemanda við skólann er löng röð farinn að myndast fyrir utan.

Vinstri grænir vilja ekki innanlandsflug til Keflavíkur

Flutningur innanlandsflugs frá flugvellinum í Vatnsmýrinni til Keflavíkur kemur ekki til álita að mati borgarstjórnarflokks Vinstri grænna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurinn sendi frá sér. Telur flokkurinn að flugvöllur á Hólmsheiði sé besti kosturinn frá þjóðhagslegu sjónarmiði.

Kóreumenn óttast fordóma

Utanríkisráð Suður Kóreu hræðist fordóma vegna skotárásar kóranska nemandans Cho Seung-Hui við Virginia Tech Háskóla í Bandaríkjunum. Um 500 kóreanskir og kóreanskir Bandaríkjamenn eru nemendur við skólann og vonast utanríkisráðherran til þess að þau verði ekki fyrir aðkasti vegna þessa.

Telja lífskjörin árið 2050 verða jafngóð og nú

Meirihluti íslensku þjóðarinnar telur að lífskjör á Íslandi árið 2050 verði líkt og nú meðal þeirra bestu í heimi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og greint er frá á vef samtakanna.

Segja morðingjann hafa skilið eftir bréf

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að Cho Seung-hui, Suður-Kóreumaðurinn sem myrti 32 í Virginia Tech háskólanum í blacksburg í Virginíu í gær, hafi skilið eftir sig bréf þar sem hann hafi kvartað undan „ríkum krökkum“ eins og það er orðað.

Með byssukúlu í hjartanu í 39 ár

Byssukúla var á dögunum fjarlægð úr hjarta vietnamsks manns. Hann hafði gengið með hana í hjartastað í þrjátíu og níu ár, allt frá því hann var skotinn í Vietnam stríðinu. Le Dihn Hung, sem nú er sextugur mátti þola verki vegna byssukúlunnar öll þessi ár. En það var fyrst núna sem læknar treystu sér til þess að fjarlægja hana.

Ætla að kolefnisjafna ríkisbifreiðar og flugferðir

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að kolefnisjafna allar bifreiðar stjórarráðsins og sömuleiðis flugferðir ríkisstarfsmanna bæði innanlands og utan frá og með næstu áramótum.

Rússar fá nýjan kjarnorkukafbát

Rússar hafa sjósett sinn fyrsta nýja kafbát frá falli Sovétríkjanna. Hann er sagður margfallt öflugri en þeir kafbátar sem fyrir eru í rússneska flotanum. Báturinn ber hið kuldalega nafn Borei, sem þýðir heimskautavindur. Hann verður búinn langdrægum kjarnorkueldflaugum sem er hægt að skjóta hvort sem er ofan sjávar eða neðan.

Garðar Cortes syngur fyrir West Ham gegn Chelsea

Eggert Magnússon hefur fengið Garðar Thór Cortes óperusöngvara til að mæta á Upton Park og hefja upp raust sína annað kvöld. Garðar ætlar að syngja kjark í liðsmenn West Ham fyrir mikilvægan leik þeirra í fallbaráttunni gegn Chelsea.

Allir flokkar fallast á flugvöll á Hólmsheiði

Allir flokkar í borgarstjórn lýstu því yfir á borgarstjórnarfundi í dag að þeir gætu fallist á flugvöll á Hólmsheiði en rætt var um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni út frá skýrslu sem unnin hefur verið um málið.

Björg til bjargar

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björg frá Rifi, er nú að sækja bát sem er með bilaðan gír um 24 sjómílur vestnorðvestur af Rifi.

Þrettán sinnum hættulegra að fljúga til Rússlands

Rússland er sá staður á jörðinni sem er hve hættulegast að fljúga til. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Alþjóðlega flugeftirlitsins fyrir árið 2006. Rússland og önnur lönd innan fyrrverandi lýðveldis Sovétríkjanna voru með þrettán sinnum fleiri flugslys en meðaltal var í heiminum í heild.

Íslendingur við áfallahjálp í Blacksburg

Íslensk kona, Dagmar Kristín Hannesdóttir, hefur boðið fram aðstoð sína í áfallahjálp við Virginia Tech háskólann í Blacksburg ásamt nokkrum samnemendum sínum vegna skotárásanna í bænum í gær.

Kynna skýrslu vegna atvinnumála á Vestfjörðum

Boðað hefur verið til fundar í Stjórnarráðinu klukkan 15.30 í dag þar sem forsætisráðherra og iðnaðarráðherra munu kynna nýja skýrslu nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum.

Trylltust eftir að meintur morðingi var sýknaður

Stólar flugu og dómsverðir beittu piparúða og kylfum eftir að danskur karlmaður af líbönsku bergi brotinn var í dag sýknaður í Vestri landsrétti í Árósum af ákæru um að hafa myrt Tyrkja í júlí í fyrra.

Þungamiðja búsetu færist um 44 metra á milli ára

Þungamiðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu er nú í bakgarði við Goðaland 5 í Fossvogi samkvæmt útreikningum framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Þyngdarpunkturinn, sem er reiknað meðaltal búsetu allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu, hefur frá því mælingar hófust verið í Fossvogshverfi en verið á siglingu austur eftir hverfinu.

Sjá næstu 50 fréttir