Innlent

Útlendingar áhugasamir um orkumál Íslendinga

Áhugi umheimsins á orkumálum Íslendinga er orðinn slíkur að það er nánast í hverri viku sem einhverjir erlendir fréttamiðlar og sjónvarpsstöðvar koma til landsins til að kynnast því sem hér er að gerast

Kvikmyndatökulið frá sjónvarpsstöðinni National Geographic var í dag að kynna sér Hellisheiðarvirkjun og myndaði eina af borholum Orkuveitu Reykjavíkur á Ölkelduhálsi. Myndefnið verður notað í fræðsluþætti sem milljónir sjónvarpsáhorfenda um heim allan, þar á meðal á Íslandi, geta séð næsta vetur. Íslensku orkufyrirtækin finna fyrir miklum áhuga erlendra fjölmiðla um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×