Innlent

Gengur vel að draga Wilson Muuga til hafnar

MYND/Vilhelm G.

Vel gengur að draga flutningaskipið Wilson Muuga til hafnar og er von á skipinu til Hafnarfjarðarhafnar um klukkan ellefu í kvöld. Dráttarbáturinn Magni hefur verið með skipið í togi allt frá því það var dregið á flot síðdegis í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarhöfn hefur gengið vel að draga skipið og verður það sett upp að bryggju þegar það kemur í höfnina.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×