Andúð á ríkum ungmennum sögð ástæðan 17. apríl 2007 19:01 Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag. Íbúar Blacksburg eru enn í losti eftir harmleik gærdagsins þegar 32 nemendur nemendur og kennarar við Virginia Tech-háskólans féllu fyrir hendi morðingja. Enn er verið að bera kennsl á fórnarlömbin en greint hefur verið frá nöfnum sumra þeirra. Í dag upplýsti lögreglan hver hefði staðið fyrir þessari mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Maðurinn hét Cho Seung-Hui og var 23 ára gamall Suður-Kóreumaður. Hann stundaði enskunám við skólann. Cho lét til skarar skríða tvívegis og eftir seinni árásina svipti hann sig lífi. Byssur sem fundust á vettvangi seinni árásanna virðast einnig hafa verið notaðar við þá fyrri en samt vill lögreglan ekki útiloka að Cho hafi átt sér vitorðsmann. Cho virðist hafa verið mikill einfari og því er litlar upplýsingar um persónu hans að hafa. Fréttamiðlar hafa greint frá því að í fórum hans hafi fundist bréf þar sem hann lýsti andúð sinni á ríkum ungmennum og hún hafi knúið hann til illvirkisins. Engin kennsla var í skólanum í dag, í staðinn hafa nemendur þyrpst þar til fyrirbænastunda og sýnt hver öðrum stuðning. Dagmar Kristín Hannesdóttir, doktorsnemi við skólann, segir mikla samstöðu hafa verið ríkjandi á meðal stúdenta. Nú fyrir stundu hófst sérstök minningarsamkoma fyrir nemendur skólans sem Dagmar bjóst við að sækja. Á meðal viðstaddra eru George Bush forseti Bandaríkjanna og Laura kona hans. Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag. Íbúar Blacksburg eru enn í losti eftir harmleik gærdagsins þegar 32 nemendur nemendur og kennarar við Virginia Tech-háskólans féllu fyrir hendi morðingja. Enn er verið að bera kennsl á fórnarlömbin en greint hefur verið frá nöfnum sumra þeirra. Í dag upplýsti lögreglan hver hefði staðið fyrir þessari mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Maðurinn hét Cho Seung-Hui og var 23 ára gamall Suður-Kóreumaður. Hann stundaði enskunám við skólann. Cho lét til skarar skríða tvívegis og eftir seinni árásina svipti hann sig lífi. Byssur sem fundust á vettvangi seinni árásanna virðast einnig hafa verið notaðar við þá fyrri en samt vill lögreglan ekki útiloka að Cho hafi átt sér vitorðsmann. Cho virðist hafa verið mikill einfari og því er litlar upplýsingar um persónu hans að hafa. Fréttamiðlar hafa greint frá því að í fórum hans hafi fundist bréf þar sem hann lýsti andúð sinni á ríkum ungmennum og hún hafi knúið hann til illvirkisins. Engin kennsla var í skólanum í dag, í staðinn hafa nemendur þyrpst þar til fyrirbænastunda og sýnt hver öðrum stuðning. Dagmar Kristín Hannesdóttir, doktorsnemi við skólann, segir mikla samstöðu hafa verið ríkjandi á meðal stúdenta. Nú fyrir stundu hófst sérstök minningarsamkoma fyrir nemendur skólans sem Dagmar bjóst við að sækja. Á meðal viðstaddra eru George Bush forseti Bandaríkjanna og Laura kona hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira