Erlent

Trylltust eftir að meintur morðingi var sýknaður

Frá Árósum.
Frá Árósum.

Stólar flugu og dómsverðir beittu piparúða og kylfum eftir að danskur karlmaður af líbönsku bergi brotinn var í dag sýknaður í Vestri landsrétti í Árósum af ákæru um að hafa myrt Tyrkja í júlí í fyrra.

Eftir því sem fram kemur á vef Jótlandspóstsins urðu ættingar hins myrta viti sínu fjær þegar sýknudómurinn var kveðinn upp. Hótaði faðir hans að kasta sér út um glugga á þriðju hæð dómhússins og þurfti ítrekað að færa hann frá glugganum.

Þá reyndi á þriðja tug manna sem tengdir voru hinum myrta að komast að hinum sýknaða og kviðdómendum og hótuðu þeim öllu illu. Áttu dómverðir fullt í fangi með að hafa hemil á hópnum og beittu þeir kylfum og piparúða. Kallað var á fjölmennt lögreglulið sem handtók stóran hóp, þar á meðal systkini hins myrta.

Þetta eru mestu ólæti sem komið hafa upp í dönsku dómhúsi í sögu dansks réttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×