Innlent

Björg til bjargar

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björg frá Rifi, er nú að sækja bát sem er með bilaðan gír um 24 sjómílur vestnorðvestur af Rifi.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgur er veður á svæðinu þokkalegt, vestan gola og ekki er talin hætta á ferðum. Einn maður er um borði í bátnum. Reiknað er með að Björg komi að bátnum um fjögurleytið en áætlað er að draga hann til hafnar á Rifi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×