Fleiri fréttir

Beðið eftir niðurstöðum úr sýntaökum úr hval

Ekki biti af hvalkjöti hefur selst frá því að veiðar hófust í október í fyrra og eru hátt í hundrað tonn af kjöti nú í frystigeymslum. Beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku að utan, en án gæðavottunar er ekki hægt að selja kjötið úr landi.

Royal sækir á í Frakklandi

Ef marka má nýjustu skoðanakannanir hefur Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, unnið upp forskot Nicolas Sarkozy, frambjóðanda hægri manna.

Samgöngumiðstöð byggð óháð því hvort völlurinn verði áfram

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli óháða því hvort flugvöllurinn verði þar um alla framtíð. Hann segir samkomulag milli sín og borgarstjóra um að leita allra leiða til að ná sátt um flugvallarmálið.

Hvað kostar landsfundur?

Sjálfstæðisflokkurinn býst ekki við að gefa sérstaklega upp kostnað við landsfundinn um helgina.

Glæpahringur drepur 17 manns í Mexico

Lögreglan í Mexico fann sautján lík sem búið var að fleygja á göturnar eða geyma í bílum þvert yfir Mexico í gær. Fimm manns fundust látin í sendiferðabíl í borginni Kancun. Tveir aðrir fundust í bíl um 100 mílur frá Mexico borg. Á miða sem fannst á vettvangi er Joaquin Guzman, forsprakki glæpahringsins Sinaloa hótað, en hann slapp úr fangelsi árið 2001.

Yfirvöld sökuð um að hafa brugðist of hægt við

Yfirvöld í Blacksburg í Virginíu liggja nú undir miklu ámæli fyrir að hafa ekki brugðist nægilega hratt við þegar vopnaður maður skaut 32 nemendur og kennara í háskóla í borginni til bana í gær. Upplýst hefur verið að maðurinn var sjálfur nemandi við skólann og af asísku bergi brotinn.

N1 siðlaus og ósvífin

N4, norðlenskt fjölmiðlafyrirtæki, kannar nú réttarstöðu sína vegna nýs nafns og firmamerkis N1, olíufélagsins Essó. Merkin eru sláandi lík segir stjórnarformaður N4. Hann segir athæfið bæði ósvífið og siðlaust.

Opið í Bláfjöllum í dag

Opið í dag í Kóngsgili í Bláfjöllum frá kl. 14 til 21. Kóngurinn verður opinn og Lilli klifurmús og við Bláfjallaskála verður kaðallyftan Patti broddgöltur opinn ásamt Hérastubbi.

Vélmenni í stöðugri þróun

Ný og þróaðri tegund vélmenna sem framkvæma ekki einungis fyrir fram forritaðar aðgerðir heldur bregðast við umhverfi sínu á margvíslegan hátt eins og mannskepnan er að ryðja sér til rúms.

Mannræningjar krefjast lausnargjalds

Mannræningjar BBC fréttamannsins, Alan Johnston, hafa krafist lausnargjalds upp á fimm milljón Bandaríkja dollara. Í gær biðluðu ættingjar mannsins til mannræningjana um lausn hans, þar sem áður óþekkt samtök Palestínumanna, Fylking einingar guðs og heilags stríðs, sögðust hafa tekið hann af lífi. Krafa um lausnargjaldið hefur því aftur gefið fjölskyldu Johnston von um að hann sé á lífi. Hinum 44 ára gamla Alan Johnston var rænt á Gaza-svæðinu fyrir meira en mánuði síðan. Hann hefur unnið sem fréttamaður í 16 ár, þar af 3 á Gaza- svæðinu.

220 kærðir fyrir hraðakstur frá áramótum

220 ökumen hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akranesi frá áramótum. Segir lögregla þetta ansi háa tölu og sama megi segja um hraða þeirra ökumanna sem teknir eru.

Wilson Muuga kominn á flot

Wilson Muuga er kominn á flot. Skipið náðist á flot á háflóði núna uppúr klukkan hálf sex. Starfsmenn Nesskipa, eiganda skipsins, hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur að því að styrkja skrokk skipsins svo þetta heppnist. Skipið strandaði í Hvalsnesfjöru við Sandgerði 19. desember. Vísir.is var með beina útsendingu frá tilrauninni.

Vildi ekki kyssa lögregluna án fölsku tannanna

Lögreglan á Akranesi þurfti í liðinni viku að aðstoða ölvaðan mann sem dottið hafði í götuna. Eftir sem fram kemur í dagbók hennar var maðurinn heldur illa til reika og hafði hlotið skurð á enni.

Lokaáfangi vísindaveiða hefst í dag

Lokaáfangi vísindaveiða á hrefnu hefst í dag og er stefnt að því að veiða 39 dýr. Eftir því sem fram kemur á vef sjávarútvegsráðuneytisins er þetta liður í hrefnurannsóknum Hafrannsóknastofnunarinnar sem hófust í ágúst 2003.

Byssumaðurinn var asískur nemandi í skólanum

Forseti skólans hefur staðfest að byssumaðurinn var asískur karlmaður sem var við nám í skólanum. Hann bjó á einni af heimavistum skólans. Blaðið Chicago Sun-Times sagði hann hafa verið kínverskan og að hann hafi ekki verið tengdur hryðjuverkahópum. Vitni í heimavistinni sögðu manninn hafa gengið á milli herbergja í leit að fyrrverandi kærustu sinni. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við árásinni.

James Bond er látinn

Fyrsti leikarinn sem lék njósnarann James Bond er látinn, 89 ára gamall. Barry Nelson lék 007 í sjónvarpsútgáfu af Casino Royal árið 1954. Það var átta árum áður en Sean Connery kom til sögunnar í Dr. No. Barry Nelson var á samningi hjá MGM á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Þá söðlaði hann um og lék mest í á sviði eftir það.

Fyrsta Boeing-vél Primera til landsins í dag

Fyrsta þotan af fimm sem flugfélagið Primera Air ætlar að kaupa kemur til Íslands í dag og verður frumsýnd á Reykjavíkurflugvelli klukkan tvö. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800 og er þriggja ára gömul. Bráðlega koma tvær vélar af sömu gerð til viðbótar, beint frá verksmiðjum Boeing í Bandaríkjunum.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 19 ára pilt í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til ríflega 30 þúsund króna sektar fyrir þjófnaði og tilraun til þjófnaðar. Þá var jafnaldri piltsins dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna.

Þýski liðþjálfinn rekinn með skömm

Þýski liðþjálfinn sem skipaði svo fyrir að hermenn í æfingabúðum hjá sér myndu ímynda sér sem svo að þeir væru að skjóta á blökkumenn í Bronx hverfi Bandaríkjanna var rekinn með skömm. Liðþjálfinn lét hermenn ímynda sér að blökkumennirnir hefðu móðgað mömmu þeirra og það eina sem þeir gætu gert væri að skjóta þá.

Nakin Moss á milljónir

Búist er við tilboðum upp á milljónir króna þegar áður óbirtar ljósmyndir af fyrirsætunni Kate Moss verða seldar á uppboði hjá Christies uppboðshúsinu í lok maí. Meðal þeirra eru tvö nektarportrett. Annað þeirra tók hinn heimsfrægi ljósmyndari Irwin Penn árið 1996. Hitt tók Albert Watson, annar frægur ljósmyndari.

Starfsmenn Berlingske snúa aftur til vinnu

Starfsmenn á danska dagblaðinu Berlingske Tidende ákváðu í morgun að snúa aftur til vinnu en þeir lögðu niður vinnu í gær til þess að mótmæla sparnað í rekstri blaðsins.

Knútur lasinn

Hvítabjörnshúninum heimsþekkta Knúti líður ekki sem best þessa dagana og var færður inn frá sýningarsvæði sínu í dýragarðinum Berlín í gær.

Fimm öryggisverðir Sameinuðu þjóðanna létust

Fimm öryggisverðir Sameinuðu þjóðanna dóu í sprengju sem sprakk á bíl þeirra í Afganistan í dag. Fjórir mannanna voru frá Nepal en einn þeirra var Afgani. Árásinn átti sér stað í borginni Kandahar, en það er talinn vera upphafsstaður Talibana hreyfingarinnar.

Hljóti að koma til greina að hækka eftirlaunaaldur

Samtök atvinnulífsins telja það brýnt að afnema allar hindranir fyrir atvinnuþátttöku eldri starfsmanna og að það hljóti að koma til greina að hækka eftirlaunaaldur þar sem fólk á aldrinum 65-70 ára búi við mun betri heilsu en áður.

Heildarafli dregst saman milli ára

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var nærri níu prósentum minni en í mars í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Alls nam aflinn 161 þúsund tonnum í mars í ár en var rúm 133 þúsun tonn í mars í fyrra.

Lungnabaninn beikon

Að borða mikið af beikoni eða hvers konar verkuðu kjöti gæti skaðað lungnastarfsemi og aukið líkunar á lungnasjúkdómum. Þetta kom fram í nýrri rannsókn Kólumbíuháskóla sem skýrt var frá í dag.

100 lögreglumenn handteknir í Mexíkó

Hermenn í Mexíkó handtóku í kvöld fleiri en 100 lögreglumenn í aðgerðum sem miða að því ráða niðurlögum voldugra eiturlyfjahringja og lögreglumanna sem eru á launaskrá hjá þeim. Herinn gerði áhlaup á lögreglustöðvar víðsvegar í norðurhluta Mexíkó og fylkinu Nuevo Leon. Þar hafa margar aftökur, sem tengdar eru valdabaráttu eiturlyfjahringja, átt sér stað á síðastliðnu ári.

Héðinn og Jón Viktor í 2.-4. sæti

Alþjóðlegu meistararnir Héðinn Steingrímsson (2482) og Jón Viktor Gunnarsson (2406) eru í 2.-4. sæti, með 4,5 vinning, að lokinni 6. umferð Reykjavík International - Minningarmótsins um Þráin Guðmundsson, sem fram fór í kvöld í skákhöllinni Faxafeni.

KR Íslandsmeistari

KR tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir dramatískan 83-81 sigur á Njarðvík í framlengdum fjórða leik liðanna í vesturbænum . KR hafði aldrei forystu í venjulegum leiktíma, en hafði betur frá fyrstu mínútu í framlengingunni og vann því einvígið 3-1.

Framlengt í vesturbænum

Leikur KR og Njarðvíkur hefur verið framlengdur eftir að Jeremiah Sola jafnaði fyrir KR 73-73 um leið og lokaflautið gall. KR-ingar höfðu aldrei forystu í leiknum en náðu að knýja framlengingu eftir að Njarðvíkingar höfðu verið yfir allan leikinn.

Royal saxar á Sarkozy

Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna í forsetakosningunum í Frakklandi, hefur tapað forskoti sínu á Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem sýnir að ef þau fara í aðra umferð skiptist atkvæðin jafnt á milli þeirra. Könnunin var í dagblaðinu Le Parisien.

Njarðvík yfir í hálfleik

Njarðvík leiðir í hálfleik í viðureign sinni við KR, 39 - 44. Njarðvík leiddi allan fyrri hálfleik en KR-ingarnir fóru að sækja í sig veðrið eftir rólega byrjun. Umgjörðin í kringum leikinn er glæsileg og gríðarleg stemning er í húsinu.

33 létu lífið í skotárásunum í Virginíu

33 létust, þar á meðal byssumaðurinn, í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Forseti skólans sagði frá því á fréttamannafundi sem fram fór í kvöld og var í beinni útsendingu hér á Vísi. Aldrei áður hafa jafnmargir látið lífið í skotárás á skólalóð í sögu Bandaríkjanna.

Bush harmar fjöldamorðið í Virginíu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í kvöld að fleiri en 30 hefðu látið lífið í skotárásinni í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Í ávarpi sem hann hélt í kvöld sagðist hann vera harmi sleginn vegna atburðarins. Hann sagði jafnframt að stjórnvöld myndu reyna að aðstoða á alla mögulega vegu.

Slökktu á öryggiskerfi

Slökkt hafði verið á öryggiskerfi, sem átti að koma í veg fyrir að námuverkamenn myndi vinna við hættulegar aðstæður, áður en gassprenging varð í rússneskri námu með þeim afleiðingum að fleiri en 100 verkamenn létu lífið. Vinnueftirlit rússneska ríkisins skýrði frá þessu í dag.

Fimm þúsund kanínur á hraðbrautinni

Umferð um fjölförnustu hraðbraut Ungverjalands stöðvaðist í margar klukkustundir í dag þegar bíll með fimm þúsund kanínur innanborðs lenti í árekstri og valt um koll. Allar kanínurnar sluppu úr búrum sínum og hlupu eins og fætur toguðu út á þjóðveginn.

Hafísinn enn á sömu slóðum

Hafís er nú 27 sjómílur norðaustur af Horni. Hafísinn hefur ekki breyst mikið síðan að Landhelgisgæslan fór síðast í ískönnunarflug en það var 12. apríl síðastliðinn.

Alcan fundaði með iðnaðarráðherra og Landsvirkjun

Wolfgang Stiller, stjórnarformaður Alcan á Íslandi, og Rannveig Rist forstjóri funduðu í dag með iðnaðarráðherra og ráðamönnum Landsvirkjunar um stöðu mála eftir álverskosninguna í Hafnarfirði. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra neitar að ræða um það hvort til greina komi að Alcan fái Keilisnes undir nýtt álver.

Krefjast framsals Beresovskís

Rússnesk yfirvöld hafa óskað eftir því við bresku ríkisstjórnina að þau framselji auðkýfinginn Boris Berezovskí vegna áforma hans um að steypa Vladimír Pútín af stóli.

Heyrnarmælingar nýbura hafnar

Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári.

Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu

Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana.

Krefjast 10 milljóna króna í skaðabætur

Skipuleggjendur klámráðstefnunnar, sem átti að halda hér á landi krefja Hótel Sögu um rúmlega 10 milljónir króna í skaðabætur fyrir að meina þeim um gistingu. Náist ekki samningar milli hótelsins og skipuleggjenda verður málið rekið fyrir dómstólum.

Grænt ljós á samgöngumiðstöð

Samgönguráðherra hefur falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Ráðherra segir niðurstöðu nefndar um flugvöllinn vera þá að þjóðhagslega hagkvæmt kunni að vera að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði eða Lönguskerjum en fyrst þurfi fjögurra ára rannsóknir á flugtæknilegum þáttum.

Gaf út ábyrgð fyrir 13,1 milljarða króna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna gaf út ábyrgðaryfirlýsingu upp á 13,1 milljarð króna. Eitt af því sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar er hvort einn eða fleiri Íslendingar tengist bandarísku fyrirtæki sem ábyrgðin var gefin út til.

Sjá næstu 50 fréttir