Innlent

Opið í Bláfjöllum í dag

Veður í Bláfjöllum gott sem og skíðafærð.
Veður í Bláfjöllum gott sem og skíðafærð. MYND/Vilhelm G.

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag, síðasta vetradag, en veður er nú mjög gott í fjöllunum og færð góð. Í Kóngsgili verða tvær lyftur opnar og þá verður kaðallyfta við Bláfjallaskála einnig opin.

Skíðafæri er dæmigert vorfæri og er nýfallinn snjóföl ofaná. Skíðaleiga og veitingasla eru í Bláfjallaskála en þar er einnig hægt að nálgast miða.

Rútuferðir verða samkvæmt áætlun ef næg þátttaka fæst og er farið frá bensínstöð Olís í Mjódd klukkan 17.20 og til baka í bæinn 21.05 þegar skíðasvæðinu lokar. Vegir að Bláfjöllum eru greiðfærir.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×