Innlent

Ætlaði að stytta sér leið yfir götu en endaði í fangelsi

Snorrabraut í nótt.
Snorrabraut í nótt. MYND/Stöð 2

Ölvaður karlmaður sem ætlaði að stytta sér leið með því að klifra yfir götugrindverk á Snorrabraut í nótt endaði í fangelsi. Maðurinn slasaðist við klifrið og var seinna fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en hann kvartaði undan verkjum í brjósti.

Það var um tvöleytið í nótt að lögreglunni í Reykjavík barst ábending um að karlmaður lægi óvígur við götugrindverk á miðri Snorrabraut. Þegar lögregluna og sjúkrabíl bar að garði kom í ljós að maðurinn var mjög ölvaður.

Maðurinn, sem er 38 ára gamall, ætlaði að stytta sér leið yfir Snorrabrautina með því að klifra yfir götugrindverk á miðri götunni. Ekki fór betur en svo að í miðju bramboltinu féll hann með þeim afleiðingum að hann skall beint í götuna. Þegar lögregluþjónar og sjúkraliðar reyndu aðstoða manninn reyndist hann mjög viðskotaillur og var því fluttur beint í fangageymslur lögreglu fyrir ölvun á almannafæri.

Seinna um nóttina kvartaði maðurinn undan verkjum í brjósti og var því fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×