Innlent

Aflaverðmæti jókst um tvo milljarða í janúar

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 2,1 milljarða króna í janúar í ár miðað við sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Hagstofu Íslands. Alls nam aflinn í janúar 5,7 milljörðum króna en var 3,6 milljarðar í janúar 2006.

Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 300 prósent milli ára og nam rúmum 860 milljónum. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam 773 milljónum. Þá jókst aflaverðmæti botnfisks um um 1,6 milljarða milli ára og var 4,6 milljarðar í janúar í ár, en þar af var verðmæti þorskafla um 2,4 milljarðar.

Enn fremur jókst aflaverðmæti ýsu um nærri 60 prósent í mánuðinum miðað við sama mánuð í fyrra og nam tæpum milljarði. Enn fremur jókst ufsaaflinn að verðmæti um 66 prósent og var 221 milljón.

Verðmæti flatfiskaafla dróst hins vegar saman um fjórðung og nam tæpum 250 milljónum en afla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×