Innlent

Kynna skýrslu vegna atvinnumála á Vestfjörðum

MYND/Pjetur

Boðað hefur verið til fundar í Stjórnarráðinu klukkan 15.30 í dag þar sem forsætisráðherra og iðnaðarráðherra munu kynna nýja skýrslu nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum.

Nefndin var skipuð í síðasta mánuði í framhaldi af viðræðum fulltrúa sveitarfélaga á Vestfjörðum við ríkisstjórnina að undanförnu. Í nefndinni sátu fulltrúar forsætisráðuneyisins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins ásamt bæjarstjóranum á Ísafirði og framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga. Átti nefndin að skila tillögum sínum til forsætisráðherra eigi síðar en 11. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×