Innlent

Ný könnun um fylgi flokka í SV-kjördæmi á Stöð 2 í kvöld

Fjórði kosningafundur Stöðvar 2 hefst skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld þegar oddvitar stjórnmálaflokkanna í Suðvesturkjördæmi leiða saman hesta sína í Lækjarskóla í Hafnarfirði.

Liðsmenn fréttastofunnar og Íslands í dag hafa farið hringinn um landið síðustu vikur og rýnt í stefnumál stjórnmálaaflanna í hverju kjördæmi. Óhætt er að segja að þáttunum hafi verið afar vel tekið.

Glæný skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2 um fylgi flokkanna í Kraganum verður birt í upphafi kosningafundarins í kvöld en hún byggir á 800 manna úrtaki úr þessu fjölmennasta kjördæmi landsins. Könnunin var gerð í gær og fyrradag. Fundurinn í kvöld er klukkutímalangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×