Erlent

Íslendingur við áfallahjálp í Blacksburg

Dagmar Kristín fyrir framan Virginia Tech háskólan í Blacksburg.
Dagmar Kristín fyrir framan Virginia Tech háskólan í Blacksburg.

Íslensk kona, Dagmar Kristín Hannesdóttir, hefur boðið fram aðstoð sína í áfallahjálp við Virginia Tech háskólann í Blacksburg ásamt nokkrum samnemendum sínum vegna skotárásanna í bænum í gær.

Dagmar er doktorsnemi í sálfræði við háskólann og fannst henni hún geta hjálpað eitthvað til með því að bjóða fram sérfræðiþekkingu sína. Öll kennsla liggur niðri í skólanum fram yfir helgi vegna voðaatburðanna en minningarathöfn verður í skólanum í kvöld að viðstöddum bandarísku forsetahjónunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×