Allir flokkar vilja lengja fæðingarorlofið 17. apríl 2007 19:26 Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs. Fréttastofan heldur í dag áfram að krefja stjórnmálaflokkana svara við spurningum um ýmislegt sem skiptir landsmenn máli. Um helgina var það græna pólitíkin. Nú er það fjölskyldupólitíkin. Við lögðum sex spurningar fyrir flokkana og af svörunum að dæma mun litlu skipta hverjir sitja í ríkisstjórn - svo samhuga eru flokkarnir í flestu sem lýtur að fjölskyldunni - ef frá er talinn Sjálfstæðisflokkurinn sem sker sig nokkuð úr. Barnabætur hafa dregist saman að raungildi á liðnum árum. Á sama tíma er orðið dýrara að eiga börn. Stjórnvöld hafa bent á aukinn kaupmátt en stjórnarandstaðan hefur talað um svik við barnafjölskyldur. Við spurðum: Á að hækka barnabætur? Allir sögðu þeir já - nema Sjálfstæðisflokkur sem segir barnabætur hafa hækkað um tvo milljarða að raunvirði á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill hækka skerðingarmörk upp í 125 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund krónur hjá hjónum. Vinstri grænir vilja vinna upp skerðingu síðustu 10 ára og Íslandshreyfingin vill 10% hækkun strax. Á meira en tíu árum hefur hvorki gengið né rekið við að draga úr kynbundnum launamun. Við spurðum: Á ríkið að beita sértækum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna? Ef svo er, hvaða? Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem tóku ekki beina afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak, hinir vilja m.a. afnema launaleynd. Samfylkingin lofar auk þess að minnka kyndbundinn launamun hjá ríkinu um helming á næsta kjörtímabili og Vinstri grænir vilja að jafnréttisstofa fái leitar- og sektarheimildir eins og til dæmis Samkeppniseftirlitið. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á nokkru hinna Norðurlandanna.Hér er það 39 vikur. Í Svíþjóð er það 68 vikur. Flokkarnir voru spurðir hvort lengja ætti fæðingarorlofið á næsta kjörtímabili? Allir vilja lengja fæðingarorlofið. Allir nema Sjálfstæðisflokkur nefna 12 mánuði en aðeins Framsókn, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin tiltaka að það skuli gerast á næsta kjörtímabili. Sumir flokkar lofuðu ókeypis leikskóla í síðustu sveitarstjórnarskosningum. Við spyrjum: Á ríkið að færa tekjustofna til sveitarfélaga svo leikskólar geti verið ókeypis? Það vilja allir - nema Sjálfstæðisflokkurinn og Baráttusamtökin. Fimmta spurningin er: Á tannlæknaþjónusta að vera ókeypis fyrir börn og unglinga? Já segja fjórir flokkar. Nei, segja Samfylking og Framsóknarflokkur en vilja auka niðurgreiðslur fyrir 18 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkur segir alfarið nei og bendir á að 75% tannlæknakostnaðar 17 ára og yngri sé nú þegar niðurgreiddur. Og þá eru það fasteignalánin. Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004. Allir flokkarnir - nema Sjálfstæðisflokkur - eru á því að íbúðalánasjóður eigi að starfa í óbreyttri mynd. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og vill því "skoða" stöðu sjóðsins, eins og það er orðað. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs. Fréttastofan heldur í dag áfram að krefja stjórnmálaflokkana svara við spurningum um ýmislegt sem skiptir landsmenn máli. Um helgina var það græna pólitíkin. Nú er það fjölskyldupólitíkin. Við lögðum sex spurningar fyrir flokkana og af svörunum að dæma mun litlu skipta hverjir sitja í ríkisstjórn - svo samhuga eru flokkarnir í flestu sem lýtur að fjölskyldunni - ef frá er talinn Sjálfstæðisflokkurinn sem sker sig nokkuð úr. Barnabætur hafa dregist saman að raungildi á liðnum árum. Á sama tíma er orðið dýrara að eiga börn. Stjórnvöld hafa bent á aukinn kaupmátt en stjórnarandstaðan hefur talað um svik við barnafjölskyldur. Við spurðum: Á að hækka barnabætur? Allir sögðu þeir já - nema Sjálfstæðisflokkur sem segir barnabætur hafa hækkað um tvo milljarða að raunvirði á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill hækka skerðingarmörk upp í 125 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund krónur hjá hjónum. Vinstri grænir vilja vinna upp skerðingu síðustu 10 ára og Íslandshreyfingin vill 10% hækkun strax. Á meira en tíu árum hefur hvorki gengið né rekið við að draga úr kynbundnum launamun. Við spurðum: Á ríkið að beita sértækum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna? Ef svo er, hvaða? Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem tóku ekki beina afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak, hinir vilja m.a. afnema launaleynd. Samfylkingin lofar auk þess að minnka kyndbundinn launamun hjá ríkinu um helming á næsta kjörtímabili og Vinstri grænir vilja að jafnréttisstofa fái leitar- og sektarheimildir eins og til dæmis Samkeppniseftirlitið. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á nokkru hinna Norðurlandanna.Hér er það 39 vikur. Í Svíþjóð er það 68 vikur. Flokkarnir voru spurðir hvort lengja ætti fæðingarorlofið á næsta kjörtímabili? Allir vilja lengja fæðingarorlofið. Allir nema Sjálfstæðisflokkur nefna 12 mánuði en aðeins Framsókn, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin tiltaka að það skuli gerast á næsta kjörtímabili. Sumir flokkar lofuðu ókeypis leikskóla í síðustu sveitarstjórnarskosningum. Við spyrjum: Á ríkið að færa tekjustofna til sveitarfélaga svo leikskólar geti verið ókeypis? Það vilja allir - nema Sjálfstæðisflokkurinn og Baráttusamtökin. Fimmta spurningin er: Á tannlæknaþjónusta að vera ókeypis fyrir börn og unglinga? Já segja fjórir flokkar. Nei, segja Samfylking og Framsóknarflokkur en vilja auka niðurgreiðslur fyrir 18 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkur segir alfarið nei og bendir á að 75% tannlæknakostnaðar 17 ára og yngri sé nú þegar niðurgreiddur. Og þá eru það fasteignalánin. Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004. Allir flokkarnir - nema Sjálfstæðisflokkur - eru á því að íbúðalánasjóður eigi að starfa í óbreyttri mynd. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og vill því "skoða" stöðu sjóðsins, eins og það er orðað.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira