Innlent

Vinstri grænir vilja ekki innanlandsflug til Keflavíkur

Vinstri grænir telja flugvöll á Hólmsheiði álitlegan kost.
Vinstri grænir telja flugvöll á Hólmsheiði álitlegan kost. MYND/ Mats W.

Flutningur innanlandsflug frá flugvellinum í Vatnsmýrinni til Keflavíkur kemur ekki til álita að mati borgarstjórnarflokki Vinstri grænna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurinn sendi frá sér. Telur flokkurinn að flugvöllur á Hólmsheiði sé besti kosturinn frá þjóðhagslegu sjónarmiði.

Í yfirlýsingunni fagnar borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna niðurstöðu starfshóps sem unnið hefur að úttekt á flugvallarkostum. Að mati flokksins er Hólmsheiði besti kosturinn ef flytja á flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Sú staðsetning sameinar kosti þess að byggja upp Vatnsmýrina en um leið tryggja góða og greiðan aðgang landsmanna allra að höfuðborginni, sem flokkurinn telur óhjákvæmilegt.

Þá leggur borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna kapp á að samhliða veðurrannsóknum verði hafin vinna við umhverfismat hinna mismunandi flugvallakosta, en tekur þó fram að flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur komi ekki til álita.

Utan dagskrá umræða um málefni Reykjavíkurflugvallar fór fram á fundi borgarstjórnar í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×