Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 22:57 Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. Lögreglan hefur á undanförnum misserum unnið að því að bæta skráningu hvað lýtur að hvers kyns fjársvikamálum. Tilkynningum hefur farið fjölgandi og líka þeim tilfellum þar sem svikurum tekst að hafa fé af fólki. „Magnið sem er að berast inn til okkar er að tvöfaldast ef ekki meira. Það er það sem við erum að sjá þessa dagana,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunveruleg upphæð mun hærri „Við getum með nokkurri vissu sagt að það sé hálfur milljarður farinn nú þegar, bara á þessu ári, og það er nú þegar komið yfir það sem var allt árið í fyrra. Og það er bara það sem við vitum,“ segir Guðjón. Þarna eigi eftir að taka tillit til mála sem búið er að tilkynna um en ekki liggur fyrir enn hve mikið svikarar hafi haft af fórnarlömbum sínum. Þar að auki nær þessi tala ekki yfir þau svik sem lögreglu er ekki kunnugt um. „Þessi tala er hærri. Hversu mikið hærri vitum við ekki, en hún er talsvert hærri,“ segir Guðjón. „Samkvæmt áætlunum bæði hér og á Norðurlöndum þá er talið að svona tíu til þrjátíu prósent mála eru tilkynnt til lögreglu. Þannig þá eigum við allt hitt eftir.“ Mannlegt að falla fyrir brögðum atvinnuglæpamanna Brotin geta verið af ýmsum toga. Netsvik í gegnum svikatölvupósta og smáskilaboð eru algeng, en einnig fjárfestinga-, ástarsvik og svokallaðar fyrirframgreiðslur, þar sem vara er ekki afhent eftir að greitt hefur verið fyrir. Mörg þessara mála eru aldrei tilkynnt og í flestum tilfellum reynist nær ómögulegt að endurheimta peningana. „Skömmin er oft og tíðum mikil, að láta plata sig. En það gleymist náttúrlega alltaf að við erum að eiga við atvinnumenn, þetta er þeirra vinna. Þetta gera þeir, og þá eru þeir ekki í átta tíma vinnu heldur jafnvel miklu meira. Kunnáttan þar er gífurleg og það að láta glepjast af einhverju þessu er ekkert óeðlilegt og það er bara mannlegt,“ segir Guðjón. Fjársvikamál eru ekki endilega einkamál þeirra sem verða fyrir barðinu á svikahröppum heldur er um samfélagslegt vandamál að ræða að sögn Guðjóns. Hann hvetur alla til að tilkynna um svik, hvort sem þau heppnast eða ekki, enda geti það hjálpað næsta manni sem lendir í klónum á svikahröppum. „Þetta er samfélagslegt vandamál allan daginn, og það fer stækkandi,“ segir Guðjón. „númer eitt, tvö og þrjú að hafa samband við bankann sinn og númer tvö að hafa samband við okkur,“ segir Guðjón. „Tíminn skiptir einna mestu máli.“ Efnahagsbrot Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Lögreglan hefur á undanförnum misserum unnið að því að bæta skráningu hvað lýtur að hvers kyns fjársvikamálum. Tilkynningum hefur farið fjölgandi og líka þeim tilfellum þar sem svikurum tekst að hafa fé af fólki. „Magnið sem er að berast inn til okkar er að tvöfaldast ef ekki meira. Það er það sem við erum að sjá þessa dagana,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunveruleg upphæð mun hærri „Við getum með nokkurri vissu sagt að það sé hálfur milljarður farinn nú þegar, bara á þessu ári, og það er nú þegar komið yfir það sem var allt árið í fyrra. Og það er bara það sem við vitum,“ segir Guðjón. Þarna eigi eftir að taka tillit til mála sem búið er að tilkynna um en ekki liggur fyrir enn hve mikið svikarar hafi haft af fórnarlömbum sínum. Þar að auki nær þessi tala ekki yfir þau svik sem lögreglu er ekki kunnugt um. „Þessi tala er hærri. Hversu mikið hærri vitum við ekki, en hún er talsvert hærri,“ segir Guðjón. „Samkvæmt áætlunum bæði hér og á Norðurlöndum þá er talið að svona tíu til þrjátíu prósent mála eru tilkynnt til lögreglu. Þannig þá eigum við allt hitt eftir.“ Mannlegt að falla fyrir brögðum atvinnuglæpamanna Brotin geta verið af ýmsum toga. Netsvik í gegnum svikatölvupósta og smáskilaboð eru algeng, en einnig fjárfestinga-, ástarsvik og svokallaðar fyrirframgreiðslur, þar sem vara er ekki afhent eftir að greitt hefur verið fyrir. Mörg þessara mála eru aldrei tilkynnt og í flestum tilfellum reynist nær ómögulegt að endurheimta peningana. „Skömmin er oft og tíðum mikil, að láta plata sig. En það gleymist náttúrlega alltaf að við erum að eiga við atvinnumenn, þetta er þeirra vinna. Þetta gera þeir, og þá eru þeir ekki í átta tíma vinnu heldur jafnvel miklu meira. Kunnáttan þar er gífurleg og það að láta glepjast af einhverju þessu er ekkert óeðlilegt og það er bara mannlegt,“ segir Guðjón. Fjársvikamál eru ekki endilega einkamál þeirra sem verða fyrir barðinu á svikahröppum heldur er um samfélagslegt vandamál að ræða að sögn Guðjóns. Hann hvetur alla til að tilkynna um svik, hvort sem þau heppnast eða ekki, enda geti það hjálpað næsta manni sem lendir í klónum á svikahröppum. „Þetta er samfélagslegt vandamál allan daginn, og það fer stækkandi,“ segir Guðjón. „númer eitt, tvö og þrjú að hafa samband við bankann sinn og númer tvö að hafa samband við okkur,“ segir Guðjón. „Tíminn skiptir einna mestu máli.“
Efnahagsbrot Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira