Erlent

Segja morðingjann hafa skilið eftir bréf

Cho Seung-hui.
Cho Seung-hui. MYND/AP

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að Cho Seung-hui, Suður-Kóreumaðurinn sem myrti 32 í Virginia Tech háskólanum í blacksburg í Virginíu í gær, hafi skilið eftir sig bréf þar sem hann hafi kvartað undan „ríkum krökkum" eins og það er orðað.

Mynd af Cho var birt fljótlega eftir að yfirvöld greindu frá nafni hans fyrr í dag en fram hefur komið að hann var nemandi við háskólann og bjó á stúdentagörðum hans.

Segir lögregla að Cho hafi verið með tvær byssur í árásunum tveimur, sem áttu sér stað með tveggja tíma millibili, en hann hafi aðeins notað aðra þeirra.

Sky-fréttastofan greinir enn fremur frá því að í bakpoka hans hafi fundist kvittun fyrir 9 millímetra Glocks-skammbyssu sem Cho keypti í síðasta mánuði. Cho var á síðasta ári í enskunámi sínu við skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×