Innlent

Olíuhreinsistöð í tillögu Vestfjarðanefndar

Uppbygging olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum er meðal hugmynda sem kynntar eru í skýrslu nefndar forsætisráðherra um leiðir til að styrkja atvinnulíf í fjórðungnum. Geir H. Haarde segir þó ekki tímabært að taka afstöðu til verkefnisins.

Óhætt er að segja að nefndin, sem skipuð var í kjölfar borgarafundar á Ísafirði í síðasta mánuði, hafi unnið hratt því tillögur hennar eru tilbúnar. Oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu þær nú síðdegis ásamt nefndarmönnum. Þótt tillögurnar séu fjölþættar og fjalli meðal annars um fjölgun opinberra starfa og að flýta vegagerð er það tillaga um olíuhreinsunarstöð sem mesta athygli vekur. Hún er frá fyrirtækinu Íslenskum hátækniðnaði en nefnd forsætisráðherra beinir því til sveitarstjórna á Vestfjörðum að taka hana til nánari skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×