Innlent

Fjórir slasaðir eftir jeppaslys í Húnavatnssýslu

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi.
Fjórir farþegar jeppabifreiðar slösuðust á þjóðveginum í Fremstagili í Langadal í Húnavatnssýslu á sjöunda tímanum í morgun, þar af einn talsvert mikið. Enginn þeirra er þó talinn í lífshættu eins og er, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á slysstað og verið er að ákveða hvert farið verður með hina slösuðu. Reiknað er með að þyrlan fari með tvo þeirra til Reykjavíkur. Þrír farþeganna voru útlendingar, einn Íslendingur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×