Innlent

Hagkvæmniathugun vegna álvers á Bakka haldið áfram

Frá Húsavík.
Frá Húsavík. MYND/KK

Iðnaðarráðuneytið, Norðurþing og Alcoa hafa komið sér saman um að halda áfram hagkvæmniathugun vegna álvers á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Alcoa og Norðurþingi.

Vinna við annan áfanga hagkvæmniathugana lauk um síðustu mánaðamót en ætlunin er að reisa 250 þúsund tonna álver á Bakka við Húsavík.

Þriðji áfangi hagkvæmniathugana, sem nú er að hefjast, verður unninn í samstarfi við Landsvirkjun og Landsnet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×