Innlent

Sigtúnshúsið loks klárað

MYND/Stöð 2

Það er kominn tími til að klára Sigtúnshúsið við Suðurlandsbraut en rösk þrjátíu ár eru liðin frá því bygging þess hófst. Stórvirkar vinnuvélar fara nú mikinn við þetta sögufræga hús sem löngum hýsti einn vinsælasta skemmtistað landsmanna, kenndan við Sigtún.

Upphaflega átti húsið að vera þrjár hæðir en mönnum þraut úthaldið á annarri hæðinni og hefur húsið því staðið með steypustyrktarjárnin upp úr útveggjunum í meira en þrjátíu ár - en í þeirri mynd hefur það fráleitt verið með fegurstu húsum borgarinnar.

Nú verður smiðshöggið loksins rekið á bygginguna og þriðja hæðin reist svo hún megi fá á sig endanlega mynd, vonum seinna en menn héldu í upphafi. Einnig verður framhlið hússsins, sem nú hýsir skrifstofur og verslun, verulega endurbætt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×