Fleiri fréttir Óttast smit frá moltuvinnslu Bændur í Þykkvabænum eru ákaflega ósáttir við fyrirhugaða moltuvinnslu í nágrenni við ræktunarlönd og óttast smit. Yfirdýralæknir hefur veitt leyfi til að vinna moltu úr sláturúrgangi í tilraunaskyni en það sérkennilega er að eigendur landsins þar sem vinnslan á að fara fram voru ekki hafðir með í ráðum. 11.4.2005 00:01 Æst körfuboltamamma í háskaakstri Móðir og afi körfuboltamanns Snæfells lentu í átökum við stuðningsmenn Keflavíkur eftir bikarúrslitaleik liðanna. Afinn kýldi 22 ára gamlan trommara Keflavíkurliðsins. Móðirin, Maggý Hrönn Hermannsdóttir, hrækti á stuðningsmenn og hindraði för rútu þeirra á leiðinni frá Stykkishólmi til Borgarness en var stöðvuð af lögreglu. 11.4.2005 00:01 Lofar samvinnu innan SÞ Óvægnasti gagnrýnandi Sameinuðu þjóðanna heitir því að vera samvinnuþýður umbótasinni staðfesti Bandaríkjaþing hann sem sendiherra hjá samtökunum. Demókratar óttast að hann verði eins og fíll í postulínsverslun. 11.4.2005 00:01 Þétt dagskrá hjá forsetahjónunum Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Akureyrar í morgun. Eftir móttökuathöfn á Akureyrarflugvelli tók við þétt dagskrá þar sem forsetahjónin kynntu sér meðal annars nokkrar af helstu menntastofnunum bæjarins. 11.4.2005 00:01 Íhaldsmenn ríða á vaðið Breski íhaldsflokkurinn kynnti í gær stefnumál sín fyrir þingkosningarnar sem haldnar verða eftir rúmar þrjár vikur. Talsmenn hinna stóru flokkanna fundu þeim flest til foráttu. 11.4.2005 00:01 Dagblað í deiglunni Útgáfa nýs viku- eða dagblaðs er í undirbúningi en mikil leynd hvílir yfir útgefendum þess. 11.4.2005 00:01 Bush skammar Sharon George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, til að hætta við áform sín um að stækka landnemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. 11.4.2005 00:01 Ótti um hátækninjósnir Mikill viðbúnaður er í Páfagarði vegna kardinálafundarins í næstu viku þar sem nýr páfi verður valinn. Hafa klerkarnir ekki síst áhyggjur af því að háþróaður tæknibúnaður verði notaður til að hlera það sem fram fer á fundi þeirra í Sixtínsku kapellunni. 11.4.2005 00:01 Pílagrímar drukkna Í það minnsta 58 hindúar drukknuðu um helgina á trúarhátíð nærri borginni Bhopal á Indlandi. 11.4.2005 00:01 Samkomulag Kínverja og Indverja Þíða er að myndast í samskiptum Indlands og Kína eftir að leiðtogar ríkjanna undirrituðu víðtækt samkomulag á sviði öryggis- og efnahagsmála í Nýju-Delí gær. 11.4.2005 00:01 Fataverksmiðja hrynur til grunna Í það minnsta sautján manns biðu bana í fataverksmiðju nærri borginni Savar í Bangladess í gær. Verksmiðjan var í níu hæða húsi sem hrundi til grunna þegar sprenging varð í gufukatli. 200 manns eru grafin í rústunum en níutíu tókst að forða sér út eða var bjargað. 11.4.2005 00:01 Efling RÚV geri fjölmiðlalög óþörf Sex þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu í desember þar sem segir að bregðast megi við þróun fjölmiðlunar á ljósvakavettvangi með því að efla Ríkisútvarpið. Með því að efla Ríkisútvarpið þurfi ekki að setja lög um einkafjölmiðla. Nú lýsir Samfylkingin stuðningi við tillögur um lagasetningu á fjölmiðla.</font /></b /> 11.4.2005 00:01 Fækkun herliðs boðuð Bandarísk stjórnvöld vonast til að geta kallað allt að þriðjungi herliðs síns heim frá Írak snemma á næsta ári. Ástæðan er að sögn bandaríska dagblaðsins The New York Times batnandi öryggisástand í landinu og styrking íraskra lögreglu- og hersveita. 11.4.2005 00:01 Sátt um skýrslu en rifist um RÚV Rætt var um fjölmiðla á Alþingi í gær þegar menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar og mælti fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið. Meiri sátt ríkti um skýrsluna en frumvarpið sem stjórnarandstaðan lýsti óánægju sinni með.</font /></b /> 11.4.2005 00:01 Forsetahjónin á Akureyri Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í tveggja daga opinbera heimsókn til Akureyrar í gær en þetta var fyrsta opinbera heimsókn núverandi forseta til Akureyrar. 11.4.2005 00:01 Vinnuslys í Kópavogi Réttindalaus ökumaður vinnuvélar, árekstur tveggja bíla og vinnuslys í tröppum voru á meðal þess sem lögreglumenn landsins þurftu að hafa afskipti af í gær. 11.4.2005 00:01 50% á móti Kárahnjúkavirkjun Rúmlega fimmtíu prósent Reykvíkinga eru á móti byggingu Kárahnjúkavirkjunnar en helmingur landsmanna henni fylgjandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands í mars. 10.4.2005 00:01 Sendiráðsmanni rænt í Írak Starfsmanni pakistanska sendiráðsins í Írak virðist hafa verið rænt. Stjórnvöldum hafa borist óstaðfestar fregnir þess eðlis að hann sé í haldi og eru í viðræðum um að fá hann lausan. 10.4.2005 00:01 15 ára stúlka stungin til bana Fimmtán ára bresk skólastúlka var stungin til bana snemma í morgun eftir að hafa lent í orðaskaki við sautján ára stöllu sína í veislu fyrr um nóttina. Vegfarendur hringdu á lögreglu og sjúkrabíl en stúlkan lést á sjúkrahúsi. 10.4.2005 00:01 Erill hjá lögreglu Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og var mikil ölvun í miðbænum og heimahúsum. Sjö voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Á slysavarðstofu Landspítala - Háskólasjúkrahúss var einnig talsvert að gera en að sögn vakthafandi læknis var enginn fluttur þangað alvarlega slasaður. 10.4.2005 00:01 Brúðhjónin dvelja í Skotlandi Prinsinn af Wales og hertogaynjan af Cornwall, eða Karl og Camilla eins og þau eru betur þekkt, eru nú farin í brúðkaupsferð til Skotlands eftir vel heppnað brúðkaup í gær. 10.4.2005 00:01 Hálka á Holtavörðuheiði Snjóþekja er víða á Suður- og Vesturlandi. Hálka er á Holtavörðuheiði og ófært er á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. Snjóþekja og éljagangur eru víða á Norðausturlandi og snjóþekja og snjókoma á Austurlandi. 10.4.2005 00:01 Dönsk ungmenni þjást vegna SMS Danskir unglingar þjást í unnvörpum af sinaskeiðabólgu og verkjum í höndum vegna mikilla SMS-sendinga. . 10.4.2005 00:01 Neitað að fljúga yfir Bandaríkin Farþegaflugvél frá flugfélaginu KLM var neitað að fljúga yfir Bandaríkin á leið sinni til Mexíkó á föstudaginn á þeim forsendum að tveir farþeganna mættu hvorki stíga fæti á bandaríska grundu, né vera innan lofthelgi landsins. 10.4.2005 00:01 Mótmæli Kínverja breiðast hratt út Mótmæli Kínverja gegn Japönum breiðast hratt út og þúsundir héldu áfram að mótmæla í dag víðsvegar í Kína. Aðsetur japanskra fyrirtækja eru grýtt og japanski fáninn brenndur. Japanar heimta afsökunarbeiðni. 10.4.2005 00:01 Jarðskjálfti á Súmötru Jarðskjálfti upp á 6,8 á Ricther skók jörð á Súmötru fyrir stundu. Ekki hafa borist fregnir af tjóni, hvorki á mönnum né mannvirkjum. 10.4.2005 00:01 Sjúkrahúsið fékk ekki að taka þátt Yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er ósáttur við að sjúkrahúsið tók ekki þátt í stóru slysavarnaæfingunni sem fram fór á Austurlandi um helgina. Hann segir fjórðungssjúkrahúsið vera eina bráðasjúkrahúsið á Austurlandi og starfsfólkið hefði getað lært mikið af æfingunni - hefði verið reiknað með því. 10.4.2005 00:01 Fresta aðgerðum gegn veirunni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur frestað sóttvarnaraðgerðum gegn hinni skæðu Marburg-veiru í Angóla vegna árása á heilbrigðisstarfsfólk. Tæplega 200 manns hafa látist úr veirunni sem er skyld hinni skæðu E-bóla veiru. Nánast allir sem veikjast týna lífi og engin lækning eða bólusetning er til. 10.4.2005 00:01 Þyrla sótti slasaðan sjómann Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í togarann Snorra Sturluson um klukkan eitt í nótt. Sjómaðurinn er töluvert mikið slasaður en hann fékk þungt högg á brjóstkassann og hlaut innvortis meiðsl. Hann liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er ástand hans stöðugt að sögn vakthafandi læknis. 10.4.2005 00:01 Engar fregnir af manntjóni Jarðskjálfti upp á 6,8 á Ricther skók jörð á Súmötru rétt fyrir hádegi í dag. Engar fregnir hafa borist af mannfalli og fyrstu tíðindi af svæðinu benda til þess að tjón á mannvirkjum hafi ekki verið stórvægilegt. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er ekkert viðvörunarkerfi í nágrenni við svæðið þar sem skjálftinn virðist hafa átt upptök sín. 10.4.2005 00:01 Dæling úr jarðhitaholu hafin Prufudæling úr þeirri jarðhitaholu sem verður notuð sem aðalhola fyrir hitaveitu á Eskifirði hófst fyrir helgi. Prófunin fer fram í þrepum til að meta hvernig holan og svæðið bregst við dælingu. 10.4.2005 00:01 Vill taka þátt í stjórnarsamstarfi Iyad Allawi, fráfarandi forsætisráðherra Íraks, lýsti í dag yfir vilja sínum til að starfa með nýrri ríkisstjórn landsins. Hann hafði áður sagst ætla að sitja í stjórnarandstöðu í kjölfar kosninganna sem fram fóru í Írak í janúar. 10.4.2005 00:01 Stefna stjórnvalda kemur ekki fram Stefna stjórnvalda um atvinnuréttindi til útlendinga kemur ekki fram í nýrri reglugerð um málefnið að mati Alþýðusambands Íslands. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, gagnrýnir að Vinnumálastofnun sé eftirlátið að túlka stefnu stjórnvalda á hverjum tíma. 10.4.2005 00:01 Mótmæltu fyrirætlunum öfgamanna Þúsundir Palestínumanna þustu út á götur á Vesturbakkanum í dag til að mótmæla fyrirætlunum ísraelskra öfgamanna um að koma saman í umdeildu musteri í Jerúsalem, sem bæði gyðingar og múslímar líta á sem helgan stað. 10.4.2005 00:01 Ekki til fyrirmyndar Auglýsingar frá Umferðarstofu hafa vakið mikla athygli undanfarið. </font /> 10.4.2005 00:01 Lýst eftir stúlku Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Þorgerði Gísladóttur, 18 ára stúlku frá Grindavík. Hún sást síðast yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi klukkan hálftíu. Bifreið hennar fannst í Keflavík í dag en ekkert hefur spurst til hennar sjálfrar. 10.4.2005 00:01 Flugmálastjórn hlutafélagavædd? Flugmálastjórn Íslands verður hlutafélagavædd ef tillögur ráðherraskipaðrar nefndar um framtíðarskipan flugmála ná fram að ganga. Tillögur nefndarinnar hafa verið kynntar í ríkisstjórn. 10.4.2005 00:01 Látlausari hveitibrauðsdagar Karls Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans eru farin í brúðkaupsferð í uppsveitir Skotlands. Þar ætla þau að dvelja í tíu daga á sveitasetri konungsfjölskyldunnar - talsvert látlausari hveitibrauðsdagar en snekkjuferðin um Miðjarðarhafið sem þau Karl og Díana prinsessa fóru í fyrir 24 árum. 10.4.2005 00:01 Ungverjar opna skjalasögn Stjórnarflokkar Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að auka aðgengi almennings að skýrslum ungversku leynilögreglunnar frá tímum kommúnista. 10.4.2005 00:01 Mjótt á mununum í Bretlandi Skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum í bresku þingkosningunum í maí. Þrjú til sjö prósentustig skildu Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að í þremur könnunum sem birtust í gær. Flokkarnir mældust báðir með 37 prósent ef aðeins var tekið tillit til þeirra sem sögðust staðráðnir í að kjósa. 10.4.2005 00:01 Mótmæli stigmagnast í Kína Þúsundir Kínverja héldu áfram að mótmæla japönskum kennslubókum sem sagðar eru gera lítið úr voðaverkum Japana í Kína í seinni heimsstyrjöld. Tíu þúsund manns umkringdu stórmarkað í eigu Japana í borginni Shensen í suðurhluta Kína, og hvöttu til þess að japanskar vörur yrðu sniðgengnar og köstuðu vatnsflöskum að versluninni. 10.4.2005 00:01 Ráku Gyðinga úr landi í stríðinu <font face="Helv">Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Dana íhugar að biðja samfélag Gyðinga í Danmörku opinberlega afsökunar á því að dönsk stjórnvöld vísuðu fjölmörgum Gyðingum úr landi til Þýskalands á stríðsárunum, þar sem flestir enduðu ævina í fangabúðum nasista.</font> 10.4.2005 00:01 Yfirlýsing ráðherra köld vatnsgusa Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsir vonbrigðum með ummæli Sturlu Böðvarssonar um að vafasamt sé að ráðist verði í byggingu Sundabrautar fyrr en ný samgönguáætlun gerir ráð fyrir jafnvel þótt verkið verði sett í einkaframkvæmd. 10.4.2005 00:01 Flokkspólitík hlaupin í málið Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir vefritið Tíkina vilja 73 prósent borgarbúa að svæðið milli Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur verði þróað áfram sem útivistarsvæði en ekki boðið undir byggingar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist gera athugasemdir við orðalag spurningar í könnuninni og segir bullandi flokkspólitík hlaupna í málið. 10.4.2005 00:01 Fellur meirihlutinn á fimmtudag? Framtíð meirihlutasamstarfs Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna í sveitarstjórn Skagafjarðar ræðst á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag. 10.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Óttast smit frá moltuvinnslu Bændur í Þykkvabænum eru ákaflega ósáttir við fyrirhugaða moltuvinnslu í nágrenni við ræktunarlönd og óttast smit. Yfirdýralæknir hefur veitt leyfi til að vinna moltu úr sláturúrgangi í tilraunaskyni en það sérkennilega er að eigendur landsins þar sem vinnslan á að fara fram voru ekki hafðir með í ráðum. 11.4.2005 00:01
Æst körfuboltamamma í háskaakstri Móðir og afi körfuboltamanns Snæfells lentu í átökum við stuðningsmenn Keflavíkur eftir bikarúrslitaleik liðanna. Afinn kýldi 22 ára gamlan trommara Keflavíkurliðsins. Móðirin, Maggý Hrönn Hermannsdóttir, hrækti á stuðningsmenn og hindraði för rútu þeirra á leiðinni frá Stykkishólmi til Borgarness en var stöðvuð af lögreglu. 11.4.2005 00:01
Lofar samvinnu innan SÞ Óvægnasti gagnrýnandi Sameinuðu þjóðanna heitir því að vera samvinnuþýður umbótasinni staðfesti Bandaríkjaþing hann sem sendiherra hjá samtökunum. Demókratar óttast að hann verði eins og fíll í postulínsverslun. 11.4.2005 00:01
Þétt dagskrá hjá forsetahjónunum Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Akureyrar í morgun. Eftir móttökuathöfn á Akureyrarflugvelli tók við þétt dagskrá þar sem forsetahjónin kynntu sér meðal annars nokkrar af helstu menntastofnunum bæjarins. 11.4.2005 00:01
Íhaldsmenn ríða á vaðið Breski íhaldsflokkurinn kynnti í gær stefnumál sín fyrir þingkosningarnar sem haldnar verða eftir rúmar þrjár vikur. Talsmenn hinna stóru flokkanna fundu þeim flest til foráttu. 11.4.2005 00:01
Dagblað í deiglunni Útgáfa nýs viku- eða dagblaðs er í undirbúningi en mikil leynd hvílir yfir útgefendum þess. 11.4.2005 00:01
Bush skammar Sharon George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, til að hætta við áform sín um að stækka landnemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. 11.4.2005 00:01
Ótti um hátækninjósnir Mikill viðbúnaður er í Páfagarði vegna kardinálafundarins í næstu viku þar sem nýr páfi verður valinn. Hafa klerkarnir ekki síst áhyggjur af því að háþróaður tæknibúnaður verði notaður til að hlera það sem fram fer á fundi þeirra í Sixtínsku kapellunni. 11.4.2005 00:01
Pílagrímar drukkna Í það minnsta 58 hindúar drukknuðu um helgina á trúarhátíð nærri borginni Bhopal á Indlandi. 11.4.2005 00:01
Samkomulag Kínverja og Indverja Þíða er að myndast í samskiptum Indlands og Kína eftir að leiðtogar ríkjanna undirrituðu víðtækt samkomulag á sviði öryggis- og efnahagsmála í Nýju-Delí gær. 11.4.2005 00:01
Fataverksmiðja hrynur til grunna Í það minnsta sautján manns biðu bana í fataverksmiðju nærri borginni Savar í Bangladess í gær. Verksmiðjan var í níu hæða húsi sem hrundi til grunna þegar sprenging varð í gufukatli. 200 manns eru grafin í rústunum en níutíu tókst að forða sér út eða var bjargað. 11.4.2005 00:01
Efling RÚV geri fjölmiðlalög óþörf Sex þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu í desember þar sem segir að bregðast megi við þróun fjölmiðlunar á ljósvakavettvangi með því að efla Ríkisútvarpið. Með því að efla Ríkisútvarpið þurfi ekki að setja lög um einkafjölmiðla. Nú lýsir Samfylkingin stuðningi við tillögur um lagasetningu á fjölmiðla.</font /></b /> 11.4.2005 00:01
Fækkun herliðs boðuð Bandarísk stjórnvöld vonast til að geta kallað allt að þriðjungi herliðs síns heim frá Írak snemma á næsta ári. Ástæðan er að sögn bandaríska dagblaðsins The New York Times batnandi öryggisástand í landinu og styrking íraskra lögreglu- og hersveita. 11.4.2005 00:01
Sátt um skýrslu en rifist um RÚV Rætt var um fjölmiðla á Alþingi í gær þegar menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar og mælti fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið. Meiri sátt ríkti um skýrsluna en frumvarpið sem stjórnarandstaðan lýsti óánægju sinni með.</font /></b /> 11.4.2005 00:01
Forsetahjónin á Akureyri Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í tveggja daga opinbera heimsókn til Akureyrar í gær en þetta var fyrsta opinbera heimsókn núverandi forseta til Akureyrar. 11.4.2005 00:01
Vinnuslys í Kópavogi Réttindalaus ökumaður vinnuvélar, árekstur tveggja bíla og vinnuslys í tröppum voru á meðal þess sem lögreglumenn landsins þurftu að hafa afskipti af í gær. 11.4.2005 00:01
50% á móti Kárahnjúkavirkjun Rúmlega fimmtíu prósent Reykvíkinga eru á móti byggingu Kárahnjúkavirkjunnar en helmingur landsmanna henni fylgjandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands í mars. 10.4.2005 00:01
Sendiráðsmanni rænt í Írak Starfsmanni pakistanska sendiráðsins í Írak virðist hafa verið rænt. Stjórnvöldum hafa borist óstaðfestar fregnir þess eðlis að hann sé í haldi og eru í viðræðum um að fá hann lausan. 10.4.2005 00:01
15 ára stúlka stungin til bana Fimmtán ára bresk skólastúlka var stungin til bana snemma í morgun eftir að hafa lent í orðaskaki við sautján ára stöllu sína í veislu fyrr um nóttina. Vegfarendur hringdu á lögreglu og sjúkrabíl en stúlkan lést á sjúkrahúsi. 10.4.2005 00:01
Erill hjá lögreglu Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og var mikil ölvun í miðbænum og heimahúsum. Sjö voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Á slysavarðstofu Landspítala - Háskólasjúkrahúss var einnig talsvert að gera en að sögn vakthafandi læknis var enginn fluttur þangað alvarlega slasaður. 10.4.2005 00:01
Brúðhjónin dvelja í Skotlandi Prinsinn af Wales og hertogaynjan af Cornwall, eða Karl og Camilla eins og þau eru betur þekkt, eru nú farin í brúðkaupsferð til Skotlands eftir vel heppnað brúðkaup í gær. 10.4.2005 00:01
Hálka á Holtavörðuheiði Snjóþekja er víða á Suður- og Vesturlandi. Hálka er á Holtavörðuheiði og ófært er á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. Snjóþekja og éljagangur eru víða á Norðausturlandi og snjóþekja og snjókoma á Austurlandi. 10.4.2005 00:01
Dönsk ungmenni þjást vegna SMS Danskir unglingar þjást í unnvörpum af sinaskeiðabólgu og verkjum í höndum vegna mikilla SMS-sendinga. . 10.4.2005 00:01
Neitað að fljúga yfir Bandaríkin Farþegaflugvél frá flugfélaginu KLM var neitað að fljúga yfir Bandaríkin á leið sinni til Mexíkó á föstudaginn á þeim forsendum að tveir farþeganna mættu hvorki stíga fæti á bandaríska grundu, né vera innan lofthelgi landsins. 10.4.2005 00:01
Mótmæli Kínverja breiðast hratt út Mótmæli Kínverja gegn Japönum breiðast hratt út og þúsundir héldu áfram að mótmæla í dag víðsvegar í Kína. Aðsetur japanskra fyrirtækja eru grýtt og japanski fáninn brenndur. Japanar heimta afsökunarbeiðni. 10.4.2005 00:01
Jarðskjálfti á Súmötru Jarðskjálfti upp á 6,8 á Ricther skók jörð á Súmötru fyrir stundu. Ekki hafa borist fregnir af tjóni, hvorki á mönnum né mannvirkjum. 10.4.2005 00:01
Sjúkrahúsið fékk ekki að taka þátt Yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er ósáttur við að sjúkrahúsið tók ekki þátt í stóru slysavarnaæfingunni sem fram fór á Austurlandi um helgina. Hann segir fjórðungssjúkrahúsið vera eina bráðasjúkrahúsið á Austurlandi og starfsfólkið hefði getað lært mikið af æfingunni - hefði verið reiknað með því. 10.4.2005 00:01
Fresta aðgerðum gegn veirunni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur frestað sóttvarnaraðgerðum gegn hinni skæðu Marburg-veiru í Angóla vegna árása á heilbrigðisstarfsfólk. Tæplega 200 manns hafa látist úr veirunni sem er skyld hinni skæðu E-bóla veiru. Nánast allir sem veikjast týna lífi og engin lækning eða bólusetning er til. 10.4.2005 00:01
Þyrla sótti slasaðan sjómann Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í togarann Snorra Sturluson um klukkan eitt í nótt. Sjómaðurinn er töluvert mikið slasaður en hann fékk þungt högg á brjóstkassann og hlaut innvortis meiðsl. Hann liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er ástand hans stöðugt að sögn vakthafandi læknis. 10.4.2005 00:01
Engar fregnir af manntjóni Jarðskjálfti upp á 6,8 á Ricther skók jörð á Súmötru rétt fyrir hádegi í dag. Engar fregnir hafa borist af mannfalli og fyrstu tíðindi af svæðinu benda til þess að tjón á mannvirkjum hafi ekki verið stórvægilegt. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er ekkert viðvörunarkerfi í nágrenni við svæðið þar sem skjálftinn virðist hafa átt upptök sín. 10.4.2005 00:01
Dæling úr jarðhitaholu hafin Prufudæling úr þeirri jarðhitaholu sem verður notuð sem aðalhola fyrir hitaveitu á Eskifirði hófst fyrir helgi. Prófunin fer fram í þrepum til að meta hvernig holan og svæðið bregst við dælingu. 10.4.2005 00:01
Vill taka þátt í stjórnarsamstarfi Iyad Allawi, fráfarandi forsætisráðherra Íraks, lýsti í dag yfir vilja sínum til að starfa með nýrri ríkisstjórn landsins. Hann hafði áður sagst ætla að sitja í stjórnarandstöðu í kjölfar kosninganna sem fram fóru í Írak í janúar. 10.4.2005 00:01
Stefna stjórnvalda kemur ekki fram Stefna stjórnvalda um atvinnuréttindi til útlendinga kemur ekki fram í nýrri reglugerð um málefnið að mati Alþýðusambands Íslands. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, gagnrýnir að Vinnumálastofnun sé eftirlátið að túlka stefnu stjórnvalda á hverjum tíma. 10.4.2005 00:01
Mótmæltu fyrirætlunum öfgamanna Þúsundir Palestínumanna þustu út á götur á Vesturbakkanum í dag til að mótmæla fyrirætlunum ísraelskra öfgamanna um að koma saman í umdeildu musteri í Jerúsalem, sem bæði gyðingar og múslímar líta á sem helgan stað. 10.4.2005 00:01
Ekki til fyrirmyndar Auglýsingar frá Umferðarstofu hafa vakið mikla athygli undanfarið. </font /> 10.4.2005 00:01
Lýst eftir stúlku Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Þorgerði Gísladóttur, 18 ára stúlku frá Grindavík. Hún sást síðast yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi klukkan hálftíu. Bifreið hennar fannst í Keflavík í dag en ekkert hefur spurst til hennar sjálfrar. 10.4.2005 00:01
Flugmálastjórn hlutafélagavædd? Flugmálastjórn Íslands verður hlutafélagavædd ef tillögur ráðherraskipaðrar nefndar um framtíðarskipan flugmála ná fram að ganga. Tillögur nefndarinnar hafa verið kynntar í ríkisstjórn. 10.4.2005 00:01
Látlausari hveitibrauðsdagar Karls Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans eru farin í brúðkaupsferð í uppsveitir Skotlands. Þar ætla þau að dvelja í tíu daga á sveitasetri konungsfjölskyldunnar - talsvert látlausari hveitibrauðsdagar en snekkjuferðin um Miðjarðarhafið sem þau Karl og Díana prinsessa fóru í fyrir 24 árum. 10.4.2005 00:01
Ungverjar opna skjalasögn Stjórnarflokkar Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að auka aðgengi almennings að skýrslum ungversku leynilögreglunnar frá tímum kommúnista. 10.4.2005 00:01
Mjótt á mununum í Bretlandi Skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum í bresku þingkosningunum í maí. Þrjú til sjö prósentustig skildu Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að í þremur könnunum sem birtust í gær. Flokkarnir mældust báðir með 37 prósent ef aðeins var tekið tillit til þeirra sem sögðust staðráðnir í að kjósa. 10.4.2005 00:01
Mótmæli stigmagnast í Kína Þúsundir Kínverja héldu áfram að mótmæla japönskum kennslubókum sem sagðar eru gera lítið úr voðaverkum Japana í Kína í seinni heimsstyrjöld. Tíu þúsund manns umkringdu stórmarkað í eigu Japana í borginni Shensen í suðurhluta Kína, og hvöttu til þess að japanskar vörur yrðu sniðgengnar og köstuðu vatnsflöskum að versluninni. 10.4.2005 00:01
Ráku Gyðinga úr landi í stríðinu <font face="Helv">Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Dana íhugar að biðja samfélag Gyðinga í Danmörku opinberlega afsökunar á því að dönsk stjórnvöld vísuðu fjölmörgum Gyðingum úr landi til Þýskalands á stríðsárunum, þar sem flestir enduðu ævina í fangabúðum nasista.</font> 10.4.2005 00:01
Yfirlýsing ráðherra köld vatnsgusa Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsir vonbrigðum með ummæli Sturlu Böðvarssonar um að vafasamt sé að ráðist verði í byggingu Sundabrautar fyrr en ný samgönguáætlun gerir ráð fyrir jafnvel þótt verkið verði sett í einkaframkvæmd. 10.4.2005 00:01
Flokkspólitík hlaupin í málið Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir vefritið Tíkina vilja 73 prósent borgarbúa að svæðið milli Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur verði þróað áfram sem útivistarsvæði en ekki boðið undir byggingar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist gera athugasemdir við orðalag spurningar í könnuninni og segir bullandi flokkspólitík hlaupna í málið. 10.4.2005 00:01
Fellur meirihlutinn á fimmtudag? Framtíð meirihlutasamstarfs Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna í sveitarstjórn Skagafjarðar ræðst á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag. 10.4.2005 00:01