Erlent

Mótmæltu fyrirætlunum öfgamanna

Þúsundir Palestínumanna þustu út á götur á Vesturbakkanum í dag til að mótmæla fyrirætlunum ísraelskra öfgamanna um að koma saman í umdeildu musteri í Jerúsalem, sem bæði gyðingar og múslímar líta á sem helgan stað. Palestínskir trúarleiðtogar hótuðu að rjúfa vopnahlé ef ísraelsku öfgamennirnir fengju aðgang að musterinu. Þrjú þúsund lögreglumenn komu í veg fyrir það en fyrir rúmum fjórum árum braust út mikil ofbeldisalda vegna deilna sem snertu þennan helga stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×