Erlent

Fataverksmiðja hrynur til grunna

Í það minnsta sautján manns biðu bana í fataverksmiðju nærri borginni Savar í Bangladess í gær. Verksmiðjan var í níu hæða húsi sem hrundi til grunna þegar sprenging varð í gufukatli. 200 manns eru grafin í rústunum en níutíu tókst að forða sér út eða var bjargað. Björgunarlið fór samstundis á vettvang en erfitt er þar um vik. Heyra mátti neyðaróp þeirra sem voru fastir undir brakinu en þannig gátu þeir látið vita hvar þeir voru. Í verksmiðjunni voru saumuð föt fyrir Bandaríkja- og Evrópumarkað en ekki er vitað hvaða vörumerki voru framleidd þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×