Erlent

15 ára stúlka stungin til bana

Fimmtán ára bresk skólastúlka var stungin til bana snemma í morgun eftir að hafa lent í orðaskaki við sautján ára stöllu sína í veislu fyrr um nóttina. Vegfarendur hringdu á lögreglu og sjúkrabíl en stúlkan lést á sjúkrahúsi. Sautján ára stúlkan, sem hún hafði átt í útistöðum við, hefur verið handtekin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×