Erlent

Látlausari hveitibrauðsdagar Karls

Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans eru farin í brúðkaupsferð í uppsveitir Skotlands. Þar ætla þau að dvelja í tíu daga á sveitasetri konungsfjölskyldunnar - talsvert látlausari hveitibrauðsdagar en snekkjuferðin um Miðjarðarhafið sem þau Karl og Díana prinsessa fóru í fyrir 24 árum. Karl og Camilla komu í fyrsta sinn fram opinberlega í dag sem hjón þegar þau mættu til messu í Crathie Kirk. Prinsinn var í skotapilsi og ræddu þau hjónin við viðstadda og virkuðu afslöppuð og létt í lund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×