Erlent

Ungverjar opna skjalasögn

Stjórnarflokkar Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að auka aðgengi almennings að skýrslum ungversku leynilögreglunnar frá tímum kommúnista. Í desember tilkynnti stjórnin að hún myndi opna öll skjalasöfn en þegar drög voru birt að lagafrumvarpinu sem átti að tryggja að skjalasöfn yrðu opnuð fannst mörgum ekki nærri nógu langt gengið, þar á meðal Bandalagi jafnaðarmanna sem eru í ríkisstjórn með Sósíalistum. Stjórnarflokkarnir hafa nú leyst ágreining sinn og almenningi verður heimilaður aðgangur að skjalasöfnunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×