Erlent

Pílagrímar drukkna

Í það minnsta 58 hindúar drukknuðu um helgina á trúarhátíð nærri borginni Bhopal á Indlandi. 100.000 pílagrímar mættu til hátíðarinnar sem kennd er við tungllausa nótt en á henni er venja að baða sig í Narmada-fljótinu. Svo óheppilega vildi til að á sama tíma var opnað fyrir flóðgáttir stíflu 25 kílómetrum ofar í ánni. Hækkaði svo mjög í vatninu að margir pílagrímanna komust ekki upp úr. Þegar ljóst varð hvað hafði gerst var samstundis skrúfað fyrir aftur og var þá hægt að hefja björgunarstörf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×