Erlent

Brúðhjónin dvelja í Skotlandi

Prinsinn af Wales og hertogaynjan af Cornwall, eða Karl og Camilla eins og þau eru betur þekkt, eru nú farin í brúðkaupsferð til Skotlands eftir vel heppnað brúðkaup í gær. Í morgun héldu brúðhjónin til Birkhall í Skotlandi sem er einn af sumardvalarstöðum konungsfjölskyldunnar. Þau komu í fyrsta skipti opinberlega fram sem hjón stuttu seinna þegar þau mættu til messu. Þeir sem fylgdust með sögðu að hjónin hefðu verið mjög afslöppuð og virtist létt eftir brúðkaupið. Þau ætla að dvelja í Skotlandi í eina viku. Camilla er nú tæknilega orðin prinsessan af Wales en vill ekki nota þann titil vegna minningarinnar um Díönu. Í stað þess ber hún titilinn hertogaynjan af Cornwall. Kannanir meðal almennings hafa sýnt andstöðu við að hún verði drottning. Þegar Karl verður konungur kýs hún því að verða ekki kölluð drottning, heldur einfaldlega eiginkona konungsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×