Erlent

Neitað að fljúga yfir Bandaríkin

Farþegaflugvél frá flugfélaginu KLM var neitað að fljúga yfir Bandaríkin á leið sinni til Mexíkó á föstudaginn á þeim forsendum að tveir farþeganna mættu hvorki stíga fæti á bandaríska grundu, né vera innan lofthelgi landsins. Vélin, sem var að koma frá Hollandi með 278 farþega innanborðs, þurfti því að snúa við. Talsmaður KLM segir farþegana tvo ekki vera á neins konar svörtum listum í Evrópu en vildi ekki gefa upp ástæðu þess að þeir mættu ekki vera innan bandarískrar lofthelgi, né hverrar þjóðar þeir væru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×